Enn ein fjöldagröf ISIS fundin í Írak Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 22:56 Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Vísir/AFP Írakar hafa fundið enn eina fjöldagröfina sem vígamenn Íslamska ríkisins skyldu eftir sig. Að þessu sinni er talið að minnst 400 líkum hafi verið hent ofan í holur nærri bænum Hawija í norðurhluta Írak. Nánar tiltekið nærri herstöð við bæinn og ríkisstjóri svæðisins segir einhverjir hinna látnu hafi verið klæddir í fangabúninga. Íslamska ríkið hertók stóra hluta landsins í leiftursókn um sumarið 2014. Hermenn köstuðu niður vopnum sínum og fóru jafnvel úr herbúningum sínum og flúðu. Fjölmargir voru þó handsamaðir af vígamönnum ISIS og er talið að þúsundir hermanna hafi verið myrtir. Hermenn, lögregluþjónar og fjölskyldur þeirra voru eltar uppi. Þá dreifðu hryðjuverkasamtökin myndböndum af fjöldaaftökum um internetið. Írakski herinn rak ISIS-liða frá Hwija í október og er yfirráðasvæði ISIS í Írak orðið að nánast engu. Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Fæstar grafirnar hafa verið skoðaðar af mikilli nákvæmni vegna, meðal annars, fjárskorts. Þá hefur einnig komið í ljós að ISIS-liðar hafa komið fyrir sprengjum og gildrum í mörgum fjöldagröfum sem gerir erfitt að grafa upp líkamsleifar.Sjá einnig: Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við MosulAFP fréttaveitan segir að nýjasta fjöldagröfin hafi fundist eftir ábendingar heimamanna. Bóndi af svæðinu þar sem gröfin fannst sagði fréttaveitunni að á meðan að þriggja ára ógnarstjórn ISIS stóð yfir hafi vígamenn ítrekað sést keyra með fanga sína á svæðið þar sem gröfin fannst. „Þeir skutu þá og köstuðu þeim í holur eða brenndu lík þeirra,“ sagði Saad Abbas. Mið-Austurlönd Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Írakar hafa fundið enn eina fjöldagröfina sem vígamenn Íslamska ríkisins skyldu eftir sig. Að þessu sinni er talið að minnst 400 líkum hafi verið hent ofan í holur nærri bænum Hawija í norðurhluta Írak. Nánar tiltekið nærri herstöð við bæinn og ríkisstjóri svæðisins segir einhverjir hinna látnu hafi verið klæddir í fangabúninga. Íslamska ríkið hertók stóra hluta landsins í leiftursókn um sumarið 2014. Hermenn köstuðu niður vopnum sínum og fóru jafnvel úr herbúningum sínum og flúðu. Fjölmargir voru þó handsamaðir af vígamönnum ISIS og er talið að þúsundir hermanna hafi verið myrtir. Hermenn, lögregluþjónar og fjölskyldur þeirra voru eltar uppi. Þá dreifðu hryðjuverkasamtökin myndböndum af fjöldaaftökum um internetið. Írakski herinn rak ISIS-liða frá Hwija í október og er yfirráðasvæði ISIS í Írak orðið að nánast engu. Á sókn sinni hefur herinn fundið tugi fjöldagrafa og þúsundir líka. Fæstar grafirnar hafa verið skoðaðar af mikilli nákvæmni vegna, meðal annars, fjárskorts. Þá hefur einnig komið í ljós að ISIS-liðar hafa komið fyrir sprengjum og gildrum í mörgum fjöldagröfum sem gerir erfitt að grafa upp líkamsleifar.Sjá einnig: Tóku hundruð af lífi og grófu í fjöldagröf við MosulAFP fréttaveitan segir að nýjasta fjöldagröfin hafi fundist eftir ábendingar heimamanna. Bóndi af svæðinu þar sem gröfin fannst sagði fréttaveitunni að á meðan að þriggja ára ógnarstjórn ISIS stóð yfir hafi vígamenn ítrekað sést keyra með fanga sína á svæðið þar sem gröfin fannst. „Þeir skutu þá og köstuðu þeim í holur eða brenndu lík þeirra,“ sagði Saad Abbas.
Mið-Austurlönd Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira