Ekki vitað hvenær hægt verður að fljúga yfir og rannsaka svæðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 18:45 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur. Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur.
Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13
Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00
Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00
Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59
Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31