Ekki vitað hvenær hægt verður að fljúga yfir og rannsaka svæðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 18:45 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur. Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur.
Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Sjá meira
Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13
Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00
Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00
Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59
Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31