„Yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu“ Guðný Hrönn skrifar 14. nóvember 2017 17:15 Melkorka og Brynja feta í fótspor Kormáks og Skjaldar. VÍSIR/ANTON BRINK Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“ Tíska og hönnun Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Vinirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson hafa stundað viðskipti saman í áraraðir og rekið Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þegar Kormákur mætir á svæðið er Skjöldur aldrei langt undan. Og nú hafa dætur þeirra, Brynja Skjaldardóttir og Melkorka Kormáksdóttir, tekið við keflinu og reka saman Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar. Spurðar út í hvort þær séu jafn gott teymi og feður þeirra eru segir Brynja: „Þeir eru náttúrulega búnir að vinna saman í meira en 20 ár og vera vinir frá því áður en Melkorka fæddist, svo við erum kannski ekki alveg jafn vel smurð vél og þeir. En við höfum báðar svipaða eiginleika og þeir, þannig við bætum hvor aðra upp á svipaðan hátt og þeir. Ég myndi segja að það sé mjög gott að vinna með Melkorku, hún er frekar fín pía.“ Melkorka tekur undir með Brynju. „Auðvitað hafa þeir þekkst mun lengur en við Brynja.“„Að auki er örlítill aldurs- og reynslumunur á milli okkar en við náum að balansera hvor aðra frekar vel og mér finnst samstarfið hingað til hafa verið rosa gott.“ Þær eru sammála um að þær hafi svipaðar hugmyndir hvað rekstur varðar. „Já, yfirleitt erum við á svipaðri blaðsíðu,“ segir Brynja sem lærði fatahönnun í París og New York. Melkorka útskrifaðist af listdansbraut í MH og fór svo á flakk í hálft ár. Síðan þá hefur hún staðið vaktina í Kormáki og Skildi á Skólavörðustíg. Aðspurðar hvort það hafi alltaf verið planið að feta í fótspor feðra sinna, segir Brynja: „Já og nei, ég vann á Ölstofunni þegar ég var nýútskrifuð úr menntaskóla og tók alltaf jólatarnirnar í herrafataversluninni áður en ég flutti til Parísar. Þegar ég fór í fatahönnun hugsaði ég alltaf að það gæti verið gaman að gera eitthvað skemmtilegt með pabba, en það var ekkert sem ég stefndi beint að. Þetta gerðist bara. Eftir námið fór ég að vinna sem stílisti í New York og ætlaði ekkert að koma heim. En síðan kom ég heim í jólafrí um síðustu jól og ákvað þá að taka vaktir í búðinni. Út frá því fórum við pabbi að tala saman um búðina þegar ég kom heim eftir vaktir. Mér fannst búðin helst til lítil til að vera með föt fyrir bæði kynin, þar að auki er herrafataverslunin gríðarstór, þannig að ég stakk upp á því að breyta henni í kvenfataverslun. Pabbi stakk þá upp á því að ég kæmi heim og hjálpaði til. Ég var orðin þreytt á New York og saknaði fjölskyldunnar, þannig að ég ákvað að slá til.“ Nú hafa þær breytt búðinni alfarið í kvenfataverslun. Melkorka hefur svipaða sögu að segja. „Ég tók alltaf jólatörn hjá þeim frá því ég var á fyrsta ári í menntaskóla og þangað til að ég varð tvítug. Tæplega hálfu ári seinna opnuðu þeir búðina á Skólavörðustíg og báðu mig um að vinna þar. Það var aldrei í planinu að fara vinna hjá þeim fulla vinnu en ég er glöð að ég gerði það. Þetta er búið að vera skemmtilegt ævintýri að breyta versluninni í Kvenfataverzlun Kormáks og Skjaldar.“
Tíska og hönnun Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira