Norður-Kórea dæmir Trump til dauða fyrir móðganir sínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2017 07:37 Donald Trump og Kim Jong-un hafa talað í fyrirsögnum um hvorn annan undanfarna mánuði. VÍSIR/GETTY Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“ Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ríkisfréttamiðlar Norður-Kóreu fara ófögrum orðum um Bandaríkjaforseta eftir að hann móðgaði leiðtoga landsins, Kim Jong-un, í ferð sinni um lönd Suðaustur-Asíu. Donald Trump sé hugleysingi fyrir að hafa ekki þorað að landamærum Norður- og Suður-Kóreu og að hann í eigi í raun ekkert annað en dauðarefsingu skilið. Ritstjórnarpistill í flokksritinu Rodong Simnum beinir reiði sinni að heimsókn Trump til Suður-Kóreu í liðinni viku. Í ávarpi sínu til suður-kóreska þingsins fordæmdi hann „hina illu harðstjórn“ sem Kim Jong-un og flokksmenn hans standa vörð um í norðri.Sjá einnig: Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér„Versti glæpurinn sem aldrei verður fyrirgefinn er að hann dirfðist að vega hrottalega að æru hinna guðlegu leiðtoga [okkar],“ sagði í ritstjórnarpistlinum og bætt við: „Hann má vita það að hann er ógeðslegur glæpamaður sem á skilið að vera dæmdur til dauða af kóresku þjóðinni.“Tístið gerði útslagið Í ferð sinni um Suðaustur-Asíu talaði Trump um fátt annað en viðskiptasamninga og samskipti ríkjanna við Norður-Kóreu. Beindi hann orðum sínum oft beint að Kim Jong-un svo að mörgum misbauð. Tíst forsetans um líkamsbyggingu þess norður-kóreska, þar sem Trump ýjaði að því að hann væri „lágvaxinn og feitur,“ þótti mörgum vera punkturinn yfir I-ið.Sjá einnig: Trump: Myndi aldrei kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Í ljósi þess að leiðtogar Norður-Kóreu eru álitnir vera í guðatölu af þegnum sínum fóru ummæli Bandaríkjaforseta öfugt ofan í marga, ekki síst málgögn flokksins. Ekki aðeins kölluðu þau eftir dauða forsetans eins og fyrr er getið heldur sögðu þau hann huglausan fyrir að hafa ekki þorað að landamærum ríkjanna þegar hann sótti Suður-Kóreu heim. Trump sagði á sínum tíma að veðrið hafi ekki boðið upp á þyrluflug að svæðinu og því hafi verið þurft að snúa við. „Það var ekki veðrið,“ segir í ritstjórnarpistlinum. „Hann var bara hræddur við stingandi augnaráð hermannanna okkar.“
Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 „Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24 Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41 Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
„Norður-Kórea er ekki paradísin sem afi þinn sá fyrir sér“ Bandaríkjaforseti sendi stjórnvöldum í Pjongjang tóninn í ræðu sinni í nótt. 8. nóvember 2017 07:24
Mikilvægasta heimsókn Bandaríkjaforseta hafin Donald Trump Bandaríkjaforseti lenti í morgun í Suður-Kóreu þar sem hann mun funda með ráðamönnum landsins, ekki síst um ógnina sem stafar af nágrönnunum þess í norðri. 7. nóvember 2017 06:41
Trump jós Xi Jinping lofi Hann sagði samband þerra vera frábært og vildi ekki gagnrýna Xi fyrir viðskiptahalla á milli ríkjanna. 9. nóvember 2017 12:00