Skattafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 21:04 Repúblikanar fagna eftir að frumvarpið var samþykkt. Vísir/AFP Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir. Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir.
Donald Trump Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira