Skattafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 21:04 Repúblikanar fagna eftir að frumvarpið var samþykkt. Vísir/AFP Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir. Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa samþykkt umfangsmikið skattafrumvarp Repúblikanaflokksins. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór að mestu eftir flokkslínum 227-205 en þrettán þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Pressan er nú á repúblikönum á öldungadeildinni að færa flokknum og Donald Trump, forseta, sigur fyrir jól. Ekki er búist við að atkvæðagreiðsla muni fara fram þar fyrr en í þarnæstu viku. Framtíð frumvarpsins þar er þó óljós eftir að þingmaður flokksins lýsti því yfir í gær að hann muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu án verulegra breytinga.„Þetta snýst um að útvega harðvinnandi skattgreiðendum stærri útborganir. Þetta er um að hraða vexti hagkerfisins, svo við getum hækkað laun, fjölgað störfum og komið Bandaríkjunum undir stýri efnahagsrútu heimsins aftur,“ sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar eftir að frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu munu skattar á stór fyrirtæki lækka úr 35 prósentum í tuttugu. Skattar á smærri fyrirtæki munu einnig lækka. Varðandi einstaklinga þá mun frumvarpið valda því að nokkrir vinsælir skattaafslættir sem snúa að læknakostnaði, námslánum og öðru verða felldir niður. Gagnrýnendur frumvarpsins segja að með breytingunum sé verið að gera hina ríku ríkari á kostnað annarra. Demókratar segja að frumvarpið muni þar að auki leiða til hærri skatta á miðstétt Bandaríkjanna og koma niður á ríkiskassanum. „Repúblikanar hafa samið frumvarp sem mun arðræna miðstéttina til að fylla vasa hinna ríkustu og veita stórum fyrirtækjum sem flytja störf úr landi skattaafslátt,“ sagði Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins á fulltrúadeildinni, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt Politico voru síðustu umfangsmiklu breytingar á skattakerfi Bandaríkjanna gerðar árið 1986. Undirbúningur þeirra tók marga mánuði en frumvarpið sem var samþykkt nú í kvöld var kynnt fyrir einungis tveimur vikum.Frumvarp öldungadeildarinnar inniheldur einnig grein um að fella niður mikilvægan hluta heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfis Bandaríkjanna, Obamacare. Það gæti leitt til þess að þingmenn Repúblikanaflokksins sem kusu gegn því að fella niður Obamacare fyrr á árinu neiti að styðja þetta frumvarp. Nokkur munur er á frumvörpum fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar og samþykki öldungadeildin frumvarp sitt þurfa fulltrúar beggja deilda að setjast niður og sameina frumvörpin og senda nýtt frumvarp aftur í gegnum báðar deildir.
Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira