Steindi segir að Gísli Örn hreinlega látist í höndunum á Ragnari fasteignasala og hinsta ósk Gísla sé að Ragnar taki við keflinu og klári hans hlutverk.
„Þarna þurfti Ragnar fasteignasali að stökkva upp í Borgarleikhús með mjög litlum fyrirvara og taka þátt í mjög þungu verki.“

„Tökurnar hafa gengið eins og í sögu og alltaf hrikalega góður andi á setti. Ég held að undirstaðan af góðu gríni sé góð stemning á tökustað. Ef stemningin er súr þá sést það alveg í sjónvarpinu.“
Steindi, Auddi, Sveppi, Saga og María Guðmundsdóttir fara með helstu hlutverkin í næstu þáttaröð, en hún fer í loftið í janúar á Stöð 2.
„Fyrsta serían var mjög góð en ég er ekki frá því að þessi sé enn betri.“


