Fólki ráðlagt að vera ekki í nágrenni við Múlakvísl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 12:27 Frá hlaupi í Múlakvísl í sumar. vísir/jói k. Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl og hefur rafleiðnin hækkað verulega síðustu tvo daga að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mælist rafleiðnin nú 430 míkrósímens á sentímetra á meðan lítið vatn er í ánni. Þá hefur á sama tíma mælst brennisteinsvetni í hlíðum Láguhvola og sýna mælar styrkleika í kringum 1ppm. Nokkuð líklegt er að hærri gildi mælist nær ánni en þau geta valdið óþægindum. Fólki er því ráðlagt að vera ekki í nágrenni við Múlakvísl og varast lægðir í landslagi. „Rafleiðnin hefur verið að hækka síðustu daga en í rauninni hefur vatnshæðin ekkert verið að hækka. Það virðist vera þarna einhver leki, það er eitthvað jarðhitavatn sem er að koma úr Mýrdalsjökli,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Há rafleiðni þýðir að meira er af uppleystum efnum í ánni en vanalega. Bryndís segir að engin hætta sé á ferðum þó að há rafleiðni mælist en það sem fólk þurfi að vara sig á sé brennisteinsvetni sem mælist við Múlakvísl. „Það er meira það sem fólk þarf að varast. Með rafleiðnina þá þarf fólk síðan að varast ána ef vatnshæðin fer að hækka líka því þá gæti komið flóð,“ segir Bryndís en ekkert bendir til þess að vatnshæð Múlakvíslar sé að hækka. Þá er engin meiri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli en venjulega. Í gærkvöldi barst Veðurstofunni svo tilkynning um mikla brennisteinslykt við Kvíá sem rennur undan Öræfajökli. Aðspurð um stöðuna þar segir Bryndís að enn sé mikil brennisteinslykt við ána sem bendi til þess að jarðhitavatn sé að koma undan Öræfajökli. „Við sendum mæla austur með flugi áðan og það á að gera handvirkar mælingar í ánni en eins og er erum við ekki með nein mælitæki þar,“ segir Bryndís. Það er því ekki vitað neitt nánar um rafleiðni í ánni eða annað slíkt. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl og hefur rafleiðnin hækkað verulega síðustu tvo daga að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mælist rafleiðnin nú 430 míkrósímens á sentímetra á meðan lítið vatn er í ánni. Þá hefur á sama tíma mælst brennisteinsvetni í hlíðum Láguhvola og sýna mælar styrkleika í kringum 1ppm. Nokkuð líklegt er að hærri gildi mælist nær ánni en þau geta valdið óþægindum. Fólki er því ráðlagt að vera ekki í nágrenni við Múlakvísl og varast lægðir í landslagi. „Rafleiðnin hefur verið að hækka síðustu daga en í rauninni hefur vatnshæðin ekkert verið að hækka. Það virðist vera þarna einhver leki, það er eitthvað jarðhitavatn sem er að koma úr Mýrdalsjökli,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Há rafleiðni þýðir að meira er af uppleystum efnum í ánni en vanalega. Bryndís segir að engin hætta sé á ferðum þó að há rafleiðni mælist en það sem fólk þurfi að vara sig á sé brennisteinsvetni sem mælist við Múlakvísl. „Það er meira það sem fólk þarf að varast. Með rafleiðnina þá þarf fólk síðan að varast ána ef vatnshæðin fer að hækka líka því þá gæti komið flóð,“ segir Bryndís en ekkert bendir til þess að vatnshæð Múlakvíslar sé að hækka. Þá er engin meiri skjálftavirkni í Mýrdalsjökli en venjulega. Í gærkvöldi barst Veðurstofunni svo tilkynning um mikla brennisteinslykt við Kvíá sem rennur undan Öræfajökli. Aðspurð um stöðuna þar segir Bryndís að enn sé mikil brennisteinslykt við ána sem bendi til þess að jarðhitavatn sé að koma undan Öræfajökli. „Við sendum mæla austur með flugi áðan og það á að gera handvirkar mælingar í ánni en eins og er erum við ekki með nein mælitæki þar,“ segir Bryndís. Það er því ekki vitað neitt nánar um rafleiðni í ánni eða annað slíkt.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira