Aðventukransinn alltaf að breytast Elín Albertsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 10:00 Elísa hefur langa reynslu í blómaskreytingum og veit hvað er vinsælast hverju sinni. MYNDIR/ANTON BRINK Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa. Garðyrkja Jól Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa.
Garðyrkja Jól Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira