Segja viðræður ekki koma til greina Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 19:19 Kóreumenn segja að þörf sé á kjarnorkuvopnum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Vísir/AFP Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja að þeir muni ekki ganga að samningaborðinu og semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera slík vopn. Ekki á meðan Suður-Kóreu og Bandaríkin haldi heræfingum sínum áfram. Kóreumenn segja að þörf sé á vopnunum til að koma í veg fyrir innrás Bandaríkjanna eða kjarnorkuárás gegn einræðisríkinu. Þetta segir Han Tea Song, sendiherra Norður-Kóreu í Genf, í samtali við Reuters. Hann gerði einnig lítið úr þeim refsiaðgerðum sem Bandaríkin eru að undirbúa og umræðu um að bæta Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðji hryðjuverkaaðgerðir. „Svo lengi sem að sífelldar ógnanir frá Bandaríkjunum beinast gegn landi mínu og stríðsleikir eru haldnir á þröskuldi okkar, koma viðræður ekki til greina.“ Han sagði einnig að hann teldi ljóst að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum væri ætlað að fella stjórnvöld Norður-Kóreu og skapa hörmungarástand í landinu.Leita nýrra leiða Komi Norður-Kórea upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem gætu borið þau til Bandaríkjanna gæti reynst erfitt að skjóta þær niður á leiðinni. Ríkisstjórn Donald Trump er því að leita nýrra leiða til að takast á við einræðisríkið óútreiknanlega.Samkvæmt frétt New York Times bað ríkisstjórnin nýverið um fjögurra milljarða dala fjárveitingu. Þeim fjármunum er ætlað að finna leiðir til að beita tölvuárásum til að koma í veg yfir eða skemma eldflaugaskot Norður-Kóreu. Einnig stendur til að þróa leiðir til að nota dróna og orrustuþotur til að skjóta eldflaugar niður skömmu eftir að þeim er skotið á loft.Einnig stendur til að betrumbæta eldflaugavarnarkerfið á vesturströnd Bandaríkjanna. Nýr ákafi hefur myndast til að finna leiðir til að takast á við eldflaugarnar vegna þeirrar hröðu framþróunar sem hefur átt sér stað í eldflauga-áætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira