Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:45 Frá aðgerðum hersins í Rawa. Vísir/AFP Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað. Mið-Austurlönd Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira