Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:45 Frá aðgerðum hersins í Rawa. Vísir/AFP Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað. Mið-Austurlönd Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað.
Mið-Austurlönd Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent