Símtal Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar opinberað: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 08:00 Geir H. Haarde og Davíð Oddsson Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Endurrit af símtali Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar frá 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, er birt í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. Í þessu símtali ræddu Davíð, þáverandi seðlabankastjóri og Geir, þáverandi forsætisráðherra um örlög bankakerfisins. Símtalið var tekið upp af Seðlabankanum en lengi hefur verið kallað eftir opinberun þess. Í símtalinu segir Davíð meðal annars að Seðlabankinn geti „skrapað saman 500 milljónir evra,“ til að fleyta Kaupþingi áfram í nokkra daga. Segir hann jafnframt að þá væri Seðlabankinn kominn inn að beini og gæti ekki hjálpað Landsbankanum líka. Geir spyr þá hvort ákvörðunin muni leiða til gjaldþrots Landsbankans og svarar þá Davíð: „Já, þá myndi hann fara á hausinn í dag væntanlega.“ Í kjölfarið ræddu þeir að Glitnir færi líklega í gjaldþrot degi síðar. Davíð segir í símtalinu að 500 milljón evra lánið yrði ekki endurgreitt af bankanum. „Ég býst við því að við fáum þessa peninga ekki til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósannindi eða við skulum segja óskhyggja.“ Þeir virtust sammála um að þetta lán yrði ekki veitt nema með ýtrustu veðum. Það kemur fram í símtalinu að búið hafi verið að leita til danskra banka en ekki komið svar við því. Davíð segir: „Við erum að fara alveg niður að rassgati og ætlum meir að segja að draga á Danina, sem ég talaði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“ Ræða þeir um að kynna þetta fyrir Fjármálaeftirlitinu og formönnum stjórnmálaflokkanna og hversu einlægir menn eigi að vera. Þá segir Geir að hann hafi sagt þeim þetta allt, og ætli að segja að þetta sé samtal í fyllstu einlægni um alvarlegustu vandamál sem hafa komið upp í þjóðfélaginu, að hann treysti þeim til að fara ekki með það. Ræddu þeir svo að lögin yrðu að lögum um sjöleytið. Sagði Geir þá: „Ég er búinn að undirbúa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu.“ Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Kaupþing hrundi tveimur dögum síðar og Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur þess þann 9. október 2008. Seðlabankinn tapaði um 35 milljörðum á láninu. Endurrit símtalsins má lesa í heild sinni á vef MBL.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent