„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Jóhann K. Jóhannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. nóvember 2017 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. „Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
„Við höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli og það þarf bara að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli. Sérfræðingar söfnuðu gögnum í dag til þess að fá gleggri mynd á stöðu mála. Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Magnús Tumi segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. „Þessi jarðhiti er merki um það í Öræfajökli sé að kvikna ákveðið líf. Þar hefur verið aukin jarðskjálftavirkni síðustu mánuði og þetta samanlagt bendir til þess að hann sýnir einhver lífsmerki þó að það sé ekki ástæða til að álykta að það sé gos yfirvofandi,“ sagði Magnús Tumi í samtali við fréttastofu 365. Hann segir að eldfjöll líkt og Öræfajökull sem gjósi sjaldan virðist þurfa tíma til þess að undirbúa sig þó að erfitt sé að fullyrða nákvæmlega hvernig hvert eldfjall hagi sér. Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra eldgosið var eitt mesta sprengigos á Íslandi á sögulegum tíma og lagði það Litlahérað í eyði. Magnús Tumi segir að gosunum hafi fylgt vond jökulhlaup. Ekki er til nein viðbragðsáætlun fyrir svæðið en vinna við hana er nú þegar farin af stað og langt komin. Til að mynda er rýmingaráætlun til staðar komi til eldgoss. Segir Magnús Tumi að komið hafi í ljós að bæir í grennd við jökulinn séu flestir ekki í hættu. „Það sýnir sig þar að flest hlaup eru þannig að bæirnir eru ekki í hættu. Þeir eru bara byggðir á þannig stöðum að menn hafa byggt þá með tilliti til hlaupa,“ segir Magnús Tumi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að Öræfajökull sé hættulaust eldfjöll, sé horft til sögu eldstöðvarinnar. Litlar líkur séu þó á miklu sprengigosi en hættuleg jökulhlaup geti orðið komi til eldgoss. „Líkur á að eldfjöll geri þetta í tvígang með stuttu millibili eru ákaflega litlar þannig að við erum ekki beinlínis að hafa áhyggjur að við séum að fá slíkan atburð. Þetta er bara bratt eldfjall á jökli með kolli og eldgos þar valda hlaupum sem geta orðið hættuleg og því þarf að fylgjast mjög vel með,“ segir Magnús Tumi. Segir Magnús Tumi að að svo stöddu sé ekki hætta við Öræfajökul og að atburðarrásin þurfi að breytast heilmikið til þess að það fari að koma hætta en hann ítrekar að fylgjast þurfi mjög vel með hræringum á svæðinu. Sjá má viðtalið við Magnús Tuma í heild sinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54