Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 16:02 Landhelgisgæslan aðstoðaði sérfræðinga og vísindamenn við athuganir á Öræfajökli í vikunni. Vísir/Andri Jóhannesson Lögreglan á Suðurlandi birti í dag meginatriði rýmingaráætlunar við Öræfajökul sem unnin er í samráði við heimamenn. Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. Í tilkynningu frá lögreglu segir einnig að ekki hafi verið reiknað með að vinna rýmingar- og viðbragðsáætlanir á svæðinu fyrr en seint á næsta ári. Vegna aukinnar virkni við Öræfajökul hefur þessari vinnu nú verið flýtt en lögregla birti meginatriði rýmingaráætlunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta, annars vegar áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og engin tími gefist til undirbúnings og hinsvegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu.“ Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi:Stig a:• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað• Ytri lokanir settar upp• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni í austri• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir• Flutningur á búfé undirbúinnStig b:• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það• Búfé flutt á brott• Lokað fyrir alla umferð inná svæðið aðra en viðbragðsaðila og vísindamannaStig c:• Allsherjarrýming svæðisinsStig d:• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni, að því er fram kemur í tilkynningu. Óvissustig almannavarna vegna Öræfajökuls verður áfram í gildi og litakóði vegna flugs í grennd við jökulinn verður áfram gulur á meðan óvissa er um framhald atburðarásar sem nú er í jöklinum. Þrír jarðskjalftar urðu við Hvannadalshnjúk í gærkvöldi og í nótt og segir jarðskjálftafræðingur allar hreyfingar varhugaverðar.Staðan á Öræfajökli var tekin í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en í spilaranum hér að ofan má m.a. hlusta á viðtöl fréttastofu við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðing á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi má lesa í heild sinni hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi birti í dag meginatriði rýmingaráætlunar við Öræfajökul sem unnin er í samráði við heimamenn. Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. Í tilkynningu frá lögreglu segir einnig að ekki hafi verið reiknað með að vinna rýmingar- og viðbragðsáætlanir á svæðinu fyrr en seint á næsta ári. Vegna aukinnar virkni við Öræfajökul hefur þessari vinnu nú verið flýtt en lögregla birti meginatriði rýmingaráætlunar á Facebook-síðu sinni í dag. „Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta, annars vegar áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og engin tími gefist til undirbúnings og hinsvegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu.“ Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi:Stig a:• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað• Ytri lokanir settar upp• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni í austri• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir• Flutningur á búfé undirbúinnStig b:• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það• Búfé flutt á brott• Lokað fyrir alla umferð inná svæðið aðra en viðbragðsaðila og vísindamannaStig c:• Allsherjarrýming svæðisinsStig d:• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni, að því er fram kemur í tilkynningu. Óvissustig almannavarna vegna Öræfajökuls verður áfram í gildi og litakóði vegna flugs í grennd við jökulinn verður áfram gulur á meðan óvissa er um framhald atburðarásar sem nú er í jöklinum. Þrír jarðskjalftar urðu við Hvannadalshnjúk í gærkvöldi og í nótt og segir jarðskjálftafræðingur allar hreyfingar varhugaverðar.Staðan á Öræfajökli var tekin í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en í spilaranum hér að ofan má m.a. hlusta á viðtöl fréttastofu við Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, og Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðing á vakt hjá Veðurstofu Íslands. Tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi má lesa í heild sinni hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30
Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00