Eflum iðnnám og fjölbreytni Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það voru vonbrigði að fá fréttir af því á dögunum að við nýlegar breytingar á útlendingalögum hafi iðnnám verið svo fjarri hugum þingmanna og embættismanna að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir að það væri stundað í landinu. Óviljandi voru þannig gerðar breytingar á lögunum sem bitnuðu harkalega á ungri útlenskri konu í iðnnámi. Það voru líka vonbrigði að sjá að breytingar á lögum sem hafa bein áhrif á fjölbreytni á vinnustöðum landsins voru ekki taldar eiga erindi til umsagnar hjá atvinnulífinu. Mér finnst þetta sérstaklega sárt í ljósi þess að við erum mörg sem höfum lagt talsvert á okkur til að gera iðngreinar meira freistandi fyrir konur, sérstaklega þær greinar þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Okkur bráðvantar flinkt handverksfólk í mörgum greinum og við getum og megum ekki neita okkur um krafta kvenna til að manna þær stöður. Mér finnst þetta líka sárt því við höfum fundið á eigin skinni hér hjá Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur að aukin fjölbreytni í starfahópum, hvort sem það er að hafa fleiri konur í iðnstörfum eða fleiri karla í þjónustuveri skapar betri grunn góðra ákvarðana og betri þjónustu við viðskiptavini. Hvað sem líður breytingum í samfélaginu og fyrirsjáanlegum breytingum á mjög mörgum störfum, þá mun þörfin fyrir heitt og kalt vatn í hús, rafmagn og öfluga fráveitu ekki hverfa. Til að byggja upp, reka og halda við þessum öflugu kerfum þarf fjölmargt iðnaðarfólk af ýmsu tagi; rafvirkja, pípara, járniðnaðarfólk, smiði, vélfræðinga, tæknifræðinga og svo mætti lengi telja. Ef ráðafólk hlustaði á umræðuna á milli okkar í atvinnulífinu myndi það heyra að það er þegar skortur á þessari þekkingu og hann mun bara aukast. Við leggjum okkur fram í þeirri miklu samkeppni sem er um handverksfólkið í landinu og að byggja upp þessar mikilvægu greinar. Við keppumst við að vinnustaðurinn sé sem bestur, bjóðum nemum af báðum kynjum á samning og eigum í góðu samstarfi við Árbæjarskóla að kynna iðn- og tæknistörf fyrir nemum í elsta bekk grunnskólans, sérstaklega fyrir stelpum. Fréttin um konuna ungu sem varð fórnarlamb hugsunarleysis ráðafólks um iðnnám og fjölbreytileika atvinnulífsins var eins og blaut tuska framan í okkur. Hún á líka að vekja okkur. Hún verður að ýta hressilega við okkur og kveikja spurningar um hvort við meinum eitthvað með tali um eflingu starfsnáms og atvinnulífsins. Ég er ekki bara að tala um ráðafólk landsins heldur ekki síður okkur sem foreldra. Erum við svo föst í viðjum gamaldags hugsunar að við sjáum börnin okkar bara fyrir okkur í bóknámi? Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum og svo má vona að embættisfólk og löggjafar nái líka áttum. Við erum mörg í skólum landsins og í atvinnulífinu að vinna að eflingu verknáms og fjölbreytni á vinnumarkaði. Við þurfum ekki á hindrunum að halda. Höfundur er starfsmannastjóri OR og dótturfyrirtækja.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun