Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2017 13:15 Jared Kushner og Ivanka Trump, eiginkona hans og dóttir Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður kenna Jared Kushner, ráðgjafa og tengdasyni sínum, um stofnun embættis sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Robert Mueller, vegna aðkomu hans að brottrekstri James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Embætti Mueller rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra og mögulega aðkomu framboðs Trump að afskiptunum. Þá er einnig til rannsóknar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey. Upprunalega sagði Trump að hann hefði rekið Comey vegna tölvupóstamáls Hillary Clinton og að dómsmálaráðuneytið hefði lagt það til. Síðar sagði Trump í sjónvarpsviðtali að honum hefði verið illa við rannsókn FBI, sem þá var að rannsaka afskipti Rússa, og að því hefði hann rekið James Comey. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað í framhaldi af því. Trump tísti í gærkvöldi um að þáttur sem hann horfði á á Fox hefði verið sorglegur. Hann hefði fjallað um FBI og að James Comey hefði verið hræðilegur yfirmaður stofnunarinnar. Comey naut hins vegar virðingar utan stofnunarinnar og var vinsæll innan hennar.The @TuckerCarlson opening statement about our once cherished and great FBI was so sad to watch. James Comey's leadership was a disaster! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 3, 2017Samkvæmt heimildum CNN hafa rannsakendur verið að spyrjast fyrir um aðkomu Kushner að þeirri ákvörðun að reka Comey og einnig hlutverki hans á fundi starfsmanna framboðs Trumps og nokkurra Rússa í Trump Tower í júní í fyrra. Sá fundur var skipulagður eftir að Donald Trump yngri var sagt að rússnesk yfirvöld vildu koma upplýsingum til þeirra sem myndu reynast Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, illa.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaHeimildarmenn CNN innan Hvíta hússins segja Kushner þó ekki vera til rannsóknar. Hann hafi veitt Mueller umrædd gögn að eigin frumkvæði. Þar að auki hafi hann áður veitt umrædd gögn til rannsóknarnefndar þingsins.Samkvæmt Vanity Fair kennir Trump tengdasyni sínum um að Robert Mueller hafi verið skipaður í embættið. Samkvæmt heimildum miðilsins ræddi Trump við Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa sinn og núverandi stjórnarformann Breitbart, um rannsókn Mueller og kenndi hann Kushner um. Þá sérstaklega fyrir aðkomu hans að brottrekstri Comey og einnig að brottrekstri Michael Flynn. Bannon er meðal þeirra bandamanna Trump sem hafa hvatt hann til að berjast gegn rannsókn Mueller og þá meðal annars með því að skera niður fjárveitingar til rannsóknarinnar.Sjá einnig: Ákvörðun Trump „stærstu mistök í sögu nútímastjórnmála“ Í frétt Vanity Fair segir einnig að Bannon hafi ráðlagt Trump varðandi það hvernig hann gæti barist gegn rannsókn Mueller og þar á meðal með því að ráða betri og árásagjarnari lögmenn. Haft er eftir ónefndum og nefndum heimildarmönnum að Kushner sé talinn einhver versti ráðgjafi sem starfað hafi í Hvíta húsinu um árabil. „Ég er bara að segja opinberlega það sem allir eru að tala um á bakvið tjöldin hjá Fox, íhaldssömum fjölmiðlum og í báðum deildum þingsins,“ segir Sam Nunberg, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30 Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41 Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30 Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Tengdasonur Trump afhendir gögn vegna Rússarannsóknar Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur afhent Robert Mueller, sérstökum saksóknara í rannsókninni afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra og hugsanlegu samráði þeirra við framboð Trump, gögn í tengslum við rannsóknina. 2. nóvember 2017 23:30
Bandamaður Trump úr kosningabaráttunni dregur sig í hlé Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump sem hafði verið tilnefndur í opinbert embætti hefur dregið sig í hlé eftir að hann kom við sögu í ákærum sem voru gefnar út á mánudag. 2. nóvember 2017 15:41
Auglýsingarnar sem Rússar dreifðu um Bandaríkin Færslurnar snérust flestar um umdeild málefni og tóku umræddir útsendarar stöðu með báðum hliðum ýmissa deilna. 2. nóvember 2017 14:30
Sex Rússar mögulega ákærðir vegna tölvuinnbrots hjá demókrötum Þúsundir tölvupósta sem stolið var af tölvum Demókrataflokksins í fyrra voru birtir á Wikileaks. Bandarísk yfirvöld telja sig vita að rússneskir hakkarar hafi verið þar á ferðinni. 2. nóvember 2017 14:25
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent