Spacey til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í London Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. nóvember 2017 14:11 Fjölmargar ásakanir á hendur Spacey hafa komið fram síðustu vikuna. Vísir/Getty Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Lögreglumenn í kynferðisbrotadeild Scotland Yard skoða ásakanir manns sem segir leikarann hafa brotið á sér í London árið 2008 Þegar Spacey starfaði sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins í London. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta að um Spacey sé að ræða en það þykir nokkuð ljóst samkvæmt heimildum bresku pressunnar. Maðurinn sem segir Spacey hafa misnotað sig er nú 32 ára gamall og var því um 23 ára gamall þegar brotið átti sér stað. Hann segir að leikarinn hafi misnotað sig þegar hann var meðvitundarlaus á heimili Spacey. Þar hafi þeir fengið sér drykk saman eftir að maðurinn bað Spacey um ráð varðandi leikferil sinn. Maðurinn segir að hann hafi vaknað við það að Spacey væri að gera kynferðislega hluti við sig, bað hann að hætta og yfirgaf heimili leikarans þegar hann bað hann um að segja engum frá því sem fram fór. Sagður hafa áreitt átta samstarfsmenn Fjölmargar ásakanir á hendur Spacey hafa komið fram síðustu vikuna. Meðal annars hafa tveir aðrir karlmenn sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards, sem Spacey fer með aðalhlutverk í, hefur verið frestað um óákveðinn tíma en átta einstaklingar hafa sakað Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað þáttanna. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthony Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Talsmaður Spacey segir að leikarinn leiti sér nú hjálpar. Ásakanir á hendur Spacey koma í kjölfar hneykslismála tengdum framleiðandanum Harvey Weinstein sem sakaður er um nauðgun og að hafa áreitt tugi kvenna kynferðislega.Þá hafa ásakanir á hendur leikurunum Jeremy Piven og Dustin Hoffman einnig komið fram á síðustu dögum. Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Bretland MeToo Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur nú til rannsóknar ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Lögreglumenn í kynferðisbrotadeild Scotland Yard skoða ásakanir manns sem segir leikarann hafa brotið á sér í London árið 2008 Þegar Spacey starfaði sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins í London. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta að um Spacey sé að ræða en það þykir nokkuð ljóst samkvæmt heimildum bresku pressunnar. Maðurinn sem segir Spacey hafa misnotað sig er nú 32 ára gamall og var því um 23 ára gamall þegar brotið átti sér stað. Hann segir að leikarinn hafi misnotað sig þegar hann var meðvitundarlaus á heimili Spacey. Þar hafi þeir fengið sér drykk saman eftir að maðurinn bað Spacey um ráð varðandi leikferil sinn. Maðurinn segir að hann hafi vaknað við það að Spacey væri að gera kynferðislega hluti við sig, bað hann að hætta og yfirgaf heimili leikarans þegar hann bað hann um að segja engum frá því sem fram fór. Sagður hafa áreitt átta samstarfsmenn Fjölmargar ásakanir á hendur Spacey hafa komið fram síðustu vikuna. Meðal annars hafa tveir aðrir karlmenn sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards, sem Spacey fer með aðalhlutverk í, hefur verið frestað um óákveðinn tíma en átta einstaklingar hafa sakað Spacey um kynferðislega áreitni á tökustað þáttanna. Enginn þeirra átta sem saka leikarinn um þetta gerir það undir nafni af ótta við afleiðingar sem það gæti haft á starfsferil þeirra. Í umfjöllun CNN um málið er því haldið fram að Spacey hafi eitrað andrúmsloft tökustaðarins með hátterni sínu sem hafi verið viðvarandi á meðan tökum stóð. Þessir átta sem um ræðir eru ýmist núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Umfjöllun CNN kemur í kjölfar greinar sem birt var á Buzzfeed þar sem leikarinn Anthony Rapp sagði Spacey hafa áreitt sig kynferðislega árið 1985 þegar Rapp var fjórtán ára gamall og Spacey 26 ára. Talsmaður Spacey segir að leikarinn leiti sér nú hjálpar. Ásakanir á hendur Spacey koma í kjölfar hneykslismála tengdum framleiðandanum Harvey Weinstein sem sakaður er um nauðgun og að hafa áreitt tugi kvenna kynferðislega.Þá hafa ásakanir á hendur leikurunum Jeremy Piven og Dustin Hoffman einnig komið fram á síðustu dögum.
Mál Kevin Spacey Hollywood Bandaríkin Bretland MeToo Tengdar fréttir Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50 Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Átta starfsmenn House of Cards saka Spacey um kynferðislega áreitni Segja leikarann hafa gert ungum mönnum erfitt fyrir að vinna við þættina með hegðun sinni. 3. nóvember 2017 00:50
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Spacey sagður vera að leita sér hjálpar Talsmaður bandaríska leikarans Kevin Spacey segir að Spacey leiti sér nú hjálpar eftir að ásakanir um að hann hafi áreitt dreng fyrir um þrjátíu árum. 2. nóvember 2017 14:34
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58