Spennandi listaár fram undan Guðný Hrönn skrifar 4. nóvember 2017 17:15 A.M.Concept Space er til húsa við Garðastræti 2. vísir/anton brink Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“ Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Fatahönnuðirnir Aníta Hirlekar og Magnea Einarsdóttir reka verslunina og sýningarrýmið A.M.Concept Space. Í versluninni selja þær sína eigin hönnun ásamt því að setja upp nýjar listsýningar eftir ýmsa listamenn með reglulegu millibili. „Þegar við vorum að opna vorum við sammála um það að við vildum bjóða upp á eitthvað nýtt, skapandi og lifandi vettvang, mitt á milli þess sem hefðbundnar hönnunarbúðir og listgallerí bjóða upp á. Reglulega fáum við því til liðs við okkur listamann eða hönnuð sem fær fullt frelsi til að breyta rýminu og sýna verk sín innan um okkar vörur sem hanga í sitthvorum færanlega rammanum og eina reglan er sú að þeir þurfa að passa inn í heildarmyndina,“ segir Magnea. „Með því að stilla okkar vöru upp á þennan hátt trúum við því að skilin á milli fatahönnunar, myndlistar og annarra skapandi miðla minnki og sameinist á vissan hátt en í raun er vinnuferli okkar ekki ósvipað vinnuferli annarra listamanna.“ „Okkur finnst oft vanta upp á þennan skilning hvað varðar fatahönnun og kannski hönnun almennt, fatnaður er svo daglegt brauð í lífi hverrar manneskju en fyrir okkur er fatnaður og textíll afrakstur okkar skapandi ferlis og mikillar rannsóknarvinnu,“ segir Aníta. Magnea segir að breiður hópur leggi leið sína í verslunina, ýmist til að kaupa sér föt eða til að skoða þau listaverk sem prýða rýmið hverju sinni. Skyggnast inn í hugarheim annarra listamannaÞær Aníta og Magnea kynntust í Central Saint Martins listaháskólanum í London. „Í náminu var lögð mikil áhersla á sjálfstæð og skapandi vinnubrögð þar sem vinnuferlið var ekki síður mikilvægt en lokaútkoman. Við vorum hvattar til að sækja innblástur í aðra listmiðla, vinna ítarlega hugmynda- og rannsóknarvinnu og þrýsta öllum hugmyndum okkar eins langt og þær komust,“ segir Magnea. „Frá útskrift höfum við báðar hannað undir eigin merkjum ásamt því að hafa unnið samstarfslínur við önnur merki, sýnt bæði hér heima og erlendis og verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands. Við eigum því ýmislegt sameiginlegt. Þegar við vorum að eiga samtal um það leyti sem við vorum að opna búðina þá áttuðum við okkur á því hvað þessi bakgrunnur okkar hefur mótað okkur,“ útskýrir Aníta. Magnea tekur undir og bætir við: „Okkur finnst forvitnilegt að skyggnast inn í hugarheim annarra listamanna og finnum að aðrir hafa áhuga á því að skyggnast inn í okkar.“ Báðar eru þær sammála um að það sé vöntun á sýningarrými fyrir listamenn. Það kemur þeim því ekki á óvart að viðtökurnar hafi verið góðar og þær sjá fyrir sér spennandi listaár fram undan. „Já við finnum fyrir miklum áhuga, bæði meðal listamanna og annarra hönnuða. Við finnum að við erum með eitthvað spennandi í höndunum og svo hefur verið vöntun á sýningarrýmum fyrir listamenn. Þessa dagana erum við að auglýsa eftir hugmyndum frá fólki sem hefur áhuga á að sýna á næsta ári og erum við opnar fyrir öllum miðlum,“ segir Aníta. Spurðar nánar út í fyrirkomulag sýninganna fram undan verður Magnea fyrir svörum: „Viðmið um sýningartíma eru 1-2 mánuðir en sýningar mega vara í skemmri tíma og erum við opnar fyrir stuttum viðburðum líka.“
Tíska og hönnun Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira