Að minnsta kosti fimm treyjur hafa rifnað af leikmönnum NBA-deildarinnar það sem af er tímabili. Afar neyðarlegt fyrir Nike.
Fyrirtækið hefur nú viðurkennt að augljóslega séu treyjurnar ekki nógu góðar og til stendur að gera breytingar á treyjunum sem liðin í deildinni klæðast.
Ekki er langt síðan Nike gerði átta ára samning við NBA-deildina um að skaffa liðum deildarinnar treyjur.

