„Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að hundruð fleiri hefði dáið í skotárásinni í Texas á sunnudaginn, ef byssulöggjöf Bandaríkjanna væri strangari. Þetta sagði forsetinn í Suður-Kóreu í dag, þegar hann var spurður hvort að hann væri tilbúinn til að íhuga strangari löggjöf varðandi byssukaup í Bandaríkjunum. Trump virtist argur yfir spurningunni og gaf í skyn að hún væri ekki við hæfi svo stuttu eftir árásina og þar sem þau væru stödd í „hjarta Suður-Kóreu“.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir 26 létu lífið og 20 særðust á sunnudaginn þegar Devin Patrick Kelley gekk inn í baptistakirkjunna í Sutherlands Springs í Texas, vopnaður þremur byssum, þar af einum hálfsjálfvirkum riffli, og klæddur í skothelt vesti. Kelley skaut 450 skotum í kirkjunni en honum átti ekki að standa til boða að eiga skotvopn. Bandaríska flughernum hafði láðst að greina alríkislögreglunni FBI að Kelley hafi hlotið árs dóm árið 2012 fyrir að hafa beitt eiginkonu sína og barni ofbeldi.„Ef við gerðum það sem þú ert að stinga upp á, hefði það engin áhrif haft fyrir þremur dögum og kannski hefðum við ekki haft þennan mjög svo hugrakka einstakling sem var með byssu eða riffil í bílnum sínum og skaut á hann og særði hann og gekk frá honum. Ég get bara sagt þetta: Ef hann hefði ekki verið með byssu, í stað þess að vera með 26 látna, værum við með hundruð fleiri sem hefðu dáið. Það er mín skoðun. Það mun ekki hjálpa,“ sagði Trump.Samkvæmt frétt Washington Post vitnaði Trump skömmu síðar enn einu sinni til borgarinnar Chicago og sagði ranglega að þar væru ströngustu lög varðandi byssueign í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Sömuleiðis má benda á það að þegar Kelley lenti í skotbardaga við heimamanninn Stephen Willeford var hann á leið úr kirkjunni eftir árásina og var hann búinn með öll þau 450 skot sem hann tók með sér í riffil sinn. Eins og áður segir var hann þó með tvær byssur til viðbótar og notaði hann aðra þeirra til að svipta sig lífi skömmu seinna, eftir að Willeford hafði sært hann.Yfirlit yfir mannskæðustu skotárásir Bandaríkjanna.Vísir/GraphicNews
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45 Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Kelley hafði rifist við tengdamóður sína Devin Patrick Kelley, sem sagður er hafa myrt 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í Texas í gær, var með þrjár byssur þrátt fyrir að vera ekki með byssuleyfi. 6. nóvember 2017 16:45
Árásarmaðurinn í Texas hafði áður hlotið dóm fyrir að brjóta höfuðkúpu stjúpsonar síns Kelley var rekinn úr hernum með vansæmd eftir árás á eiginkonu sína og stjúpson. 6. nóvember 2017 23:34
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30