Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. nóvember 2017 06:15 Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira