Körfubolti

LeBron hefndist fyrir að skóla gríska fríkið til | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron horfir á gríska fríkið troða með afli.
LeBron horfir á gríska fríkið troða með afli. vísir/getty
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo sýndi að hann getur orðið arftaki LeBron James í NBA-deildinni í nótt þegar að Cleveland Cavaliers tók á móti Milwaukee Bucks en mikil spenna ríkti fyrir að sjá þessa tvo ofurmenn etja kappi.

Þeir sem sáu leikinn voru ekki sviknir því strax í fyrri hálfleik var allt komið á fullt. LeBron byrjaði á því að skóla gríska fríkið, eins og Antetokounmpo er kallaður, með skemmtilegum snúning og góðu skoti utarlega úr teignum.

Honum hefndist heldur betur fyrir það því skömmu síðar réðist LeBron til atlögu að körfunni með Antetokounmpo fyrir aftan sig en sá gríski varði skot kóngsins allhressilega. Biluð tilþrif.

Það fór svo, eins og svo oft í uppgjöri liða í austurdeildinni, að Cleveland hafði sigur, 124-119, en LeBron James skoraði 30 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Giannis Antetokounmpo skoraði heil 40 stig, tók níu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann tók ekki þriggja stiga skot í leiknum heldur skoraði úr 16 af 21 skoti inn í teig og nýtti átta af ellefu vítaskotum sínum.

Brot af baráttu kóngsins og hins mögulega arftaka má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-119

Indiana Pacers - New Orleans Pelicans 112-117

Washington Wizards - Dallas Mavericks 99-113

New York Knicks - Charlotte Hornets 118-113

Toronto Raptors - Chicago Bulls 119-114

San Antonio Spurs - LA Clippers 120-107

Denver Nuggets - Broklyn Nets 112-104

Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-104

Portland Trail Blazers - Memphis Grizzlies 97-98

Sacramento Kings - OKC Thunder 94-86

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×