Innlent

Nýir þingmenn setjast á skólabekk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er mættur aftur á Alþingi.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er mættur aftur á Alþingi. Vísir/Eyþór
Nýir þingmenn sem kjörnir voru í alþingiskosningunum þann 28. október eru mættir í Alþingishúsið þar sem hefðbundin kynning fer fram á störfum þingmanna. Það er skrifstofa Alþingis sem stendur fyrir kynningunni. Fjallað er um þingstörfin, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

Nýir þingmenn sem náðu kjöri eru nítján. Þar af eru 13 sem koma inn í fyrsta skipti en sex þingmenn hafa áður ýmist setið á þingi eða tekið sæti sem varaþingmenn. Nýir þingmenn eftir kosningarnar í fyrra voru 32 sem var met. Þá var einnig set met í fjölda kvenna á Alþingi en þær voru þá 30. Þeim fækkaði í kosningunum í ár og eru nú 24.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, kom við á Alþingi í morgun og myndaði þingmennina á skólabekk.

 

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, fer yfir málin með nýjum þingmönnum.Vísir/Eyþór
Þingmennirnir virtust fylgjast vel með því sem fram kom í máli Helga.Vísir/Eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×