Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar