Lítill áhugi á kjarabótum aldraðra! Björgvin Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar 2017 eru afstaðnar. Það sem vakti mesta athygli mína í kosningabaráttunni var það, að lítið var rætt um kjör aldraðra og öryrkja. Og þegar rætt var um þessi málefni var það yfirleitt með almennum orðum en ekki minnst á beinar aðgerðir eða tillögur. Flestir flokkanna vildu halda lífeyri óbreyttum en að hann ætti í framtíðinni að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum: Flokkarnir vildu ekki, að lífeyrir aldraðra og öryrja yrði hærri en lágmarkslaun. Í dag eru lágmarkslaun 230 þúsund kr. á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum. Lífeyrir er sá sami hjá einstaklingum. Sem betur fer eru aðeins 5% verkafólks á lágmarkslaunum; hinir eru á hærri töxtum. Samt vilja menn miða lífeyri við lágmarkslaun. Það er þá verið að miða við pappírslaun, sem fáir eru á. Það er undarlegt.Aldraða úr fátæktargildrunni Félag eldri borgara í Reykjavík hélt opinn fund í Háskólabíói í október til þess að fjalla um kjör aldraðra. Yfirskrift fundarins var að ná öldruðum úr fátæktargildrunni. Með öðrum orðum: Félagið vildi koma öldruðum upp úr lágmarkslífeyri sem væri sá sami og lágmarkslaun. Það er enginn ágreiningur um það, að lífeyrir er of lágur; sá lífeyrir dugar ekki fyrir nauðsynlegum útgjöldum, dugar ekki fyrir framfærslukostnaði. Kjör aldraðra, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum, duga ekki. En samt vilja flokkarnir ekki, að lífeyrir sé hærri en lágmarkslaun. Ég tel, að þessu verði að breyta. Eðlilegt er, að baráttumenn aldraðra, félög eldri borgara, Landssamband eldri borgara, stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir bættum kjörum aldraðra og aðrir baráttumen fyrir aldraða knýi fram hærri lífeyri aldraðra en það er síðan verkefni verkalýðshreyfingarinnar að berjast fyrir hækkun lágmarkslauna. Eldri borgarar geta ekki borið ábyrgð á lágmarkslaununum.Dugar ekki fyrir framfærslu Miðað við stefnu stjórnmálaflokkanna í málefnum aldraðra fyrir kosningar er ég svartsýnn á, að Alþingi geri stóra hluti í þágu aldraðra. Í rauninni bind ég einkum vonir við tvo flokka í því efni, þ.e. Flokk fólksins og Pírata. Flokkur fólksins boðaði 300 þúsund kr. skattleysismörk. Það jafngildir 300 þúsund kr. lífeyri eftir skatta hjá einstaklingi á mánuði. Píratar vilja einnig hækka persónuafsláttinn en auk þess vilja þeir afnema skerðingu lífeyris aldraðra hjá almannatryggingum vegna allra tekna (tekna af atvinnu, fjármagni og greiðslum úr lífeyrissjóði). Það kann að vera að erfitt verði að framkvæma þessa róttæku stefnu þessara flokka í einum áfanga en þá má gera það í áföngum. Það er hins vegar ekkert vitað hvort eða hvað VG og Samfylking vilja gera til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það eina, sem er handfast í því efni er, að lífeyrir eigi að fylgja lágmarkslaunum og duga fyrir framfærslukostnaði. En það er ekki nóg. Það er hvergi nærri nóg. Fram til þessa hafa stjórnmálaflokkarnir ekki gætt þess nógu vel, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum dugi fyrir framfærslukostnaði. Stjórnmálaflokkarnir hafa verið skeytingarlausir í þessu efni. Væntanlega verður breyting á í því efni. Það er þó ekki sjálfgefið. Flokkarnir þurfa mikið aðhald.Hættum smáskammtalækningum! Ég hef sagt, að tími væri kominn til þess að veita öldruðum og öryrkjum myndarlegar kjarabætur; ekki smáskammtalækningar, heldur svo myndarlega hækkun lífeyris, að aldraðir og öryrkjar gætu lifað með reisn. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa stöðugt að kvíða morgundeginum. Í velferðarþjóðfélaginu Íslandi á að vera unnt að gera vel við eldri borgara, sem byggt hafa upp þetta þjóðfélag. Og það á einnig að gera vel við öryrkja. Úrbætur í málefnum þessa fólks eiga að vera fyrsta verkefni nýs Alþingis. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun