"Ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 20:30 „Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“ Heilsa Hollywood Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég veit hvenær mér líður vel þannig að ég þarf að berjast við sjálfa mig þegar mér líður ekki vel,“ segir söngkonan Katharine McPhee í viðtali við tímaritið Health, en hún prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins. Katharine, sem sló fyrst í gegn árið 2006 þegar hún lenti í öðru sæti í þættinum American Idol, hefur talað opinskátt um baráttu sína við átröskun. Þegar hún tók þátt í American Idol var hún mjög langt leidd og kastaði upp allt að sjö sinnum á dag. Katharine hefur unnið mikið í sér sjálfri og gerir sér nú grein fyrir því að hún þurfi að rækta sig sjálfa, en einnig leita sér sérfræðiaðstoðar. „Ég hugsa best um mig sjálfa þegar ég fylgi öflugu ræktarplani. Og þegar ég fer í viðtalstíma hjá sérfræðingi, sem er ekki eins oft og ég vildi að það væri, finnst mér eins og ég sé að hugsa um mig. Það lætur mér líða eins og ábyrgðarfullri manneskju,“ segir söngkona, sem hefur reyndar einnig reynt fyrir sér í leiklistinni, þar á meðal í þáttunum Ugly Betty, CSI: NY og Scorpion.Katharine lenti í öðru sæti í American Idol árið 2006.Mynd / Getty ImagesÞolir ekki safakúra Hún segist ekki fara út í öfgar þegar kemur að mataræði og trúir á hinn gullna meðalveg. „Ég get ekki farið á safakúr - það er of takmarkandi fyrir mig. Reyndar finnst mér safakúrar mjög óáhugaverðir. Mér finnst gaman að borða mat. Ég elska salöt, ég elska hreinan mat; hann lætur mér líða vel. En sú fullyrðing að maður megi aldrei fá sér borgara og franskar án þess að þyngjast - ég bara trúi því ekki,“ segir þessi hæfileikaríka kona og heldur áfram. „Ef mig langar að fara eitthvað sérstakt út að borða brýt ég allar reglur. Ég fæ mér forrétt, aðalrétt, smá af þínum aðalrétti og eftirrétt, því ég elska mat.“ Katharine er enn í bataferli og hefur fengið dyggan stuðning frá fyrrverandi eiginmanni sínum, Nick Cokas „Ég gerði hann oft brjálaðan greyið því ég var ofboðslega grönn en tönnlaðist á því að ég væri feit. Ég er hætt því, sem betur fer. Ég hef þroskast.“
Heilsa Hollywood Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira