Konur mega nú heita Aríel en ekki Mia Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 15:49 Litla hafmeyjan, Aríel, í Disney-kvikmyndinni Litla hafmeyjan. Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað. Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nafnið Aríel sem kvenmannsnafn en það hefur verið til í mannanafnaskrá sem karlmannsnafn í mörg ár. Önnur kvenmannsnöfn sem nefndin samþykkti voru Selina, Alisa og Alíana en nafninu Mia var hafnað. Þá samþykkti nefndin jafnframt karlmannsnöfnin Jónsi og Ylfingur en hafnaði nafninu Zion. Einhverjir kannast eflaust við nafnið Aríel úr Disney-teikninmyndinni um litlu hafmeyjuna þar sem aðalsöguhetjan, sjálf hafmeyjan, ber það nafn. Er meðal annars vísað í það í úrskurði mannanafnanefndar varðandi nafnið. „Þess má einnig geta að erlendis hefur nafnmyndin Aríel áunnið sér hefð sem kvenmannsnafn en í ljósi lítillar hefðar orðsins sem mannsnafns hér á landi telur nefndin að líta beri til þess sjónarmiðs, meðal annarra, við mat á nafninu. Í þessu ljósi verður ekki séð að eiginnafnið Aríel sem kvenmannsnafn brjóti í bág við íslenskt málkerfi. Mannanafnanefnd er því á grundvelli laga um mannanöfn ekki heimilt að hafna nafninu sem eiginnafni kvenmanns,“ segir í úrskurðinum. Nafninu Mia var hins vegar hafnað eins og áður segir þar sem það uppfyllti ekki öll skilyrði 5. greinar laga um mannanöfn. Það sem á reyndi var ritháttur nafnsins sem ekki getur talist í samræmi við „almennar ritreglur íslensks máls þar sem a er ekki ritað á eftir einhljóðinu i. Á nafnið er því aðeins heimilt að fallast ef umbeðinn ritháttur þess telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ eins og segir í úrskurði mannanafnanefndar. Þá var karlmannsnafnið Zion ekki heldur talið samræmast almennum ritreglum íslensks máls þar sem „bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu og ekki er ritað i á undan o í ósamsettum orðum í íslenskri réttritun. Á þennan rithátt nafnsins er því aðeins heimilt að fallast ef hann telst hefðaður samkvæmt lögum um mannanöfn,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar og var nafninu hafnað.
Tengdar fréttir Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28 Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00 Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Dexter, Dissý og Gratíana leyfileg eiginnöfn Tólf nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í dag. Þremur nöfnum var hins vegar hafnað. 3. október 2017 16:28
Dáð og Gnádís í lagi en Roar ekki Sjö ný nöfn bættust á mannanafnaskrá með nýjum úrskurðum Mannanafnanefndar sem birtir voru í gær. Tveimur nöfnum var hins vegar hafnað. 26. september 2017 06:00
Ónarr, Eros, Vök, Natasja og Nala leyfð Fimm ný nöfn bættust á mannanafnaskrá í lok síðasta mánaðar en úrskurðirnir voru birtir í gær. 20. júní 2017 23:15