Jakob snýr aftur í landsliðið eftir tveggja ára fjarveru Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2017 09:30 Jakob Örn með Íslandi á EM 2015. vísir/valli Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, er búinn að velja tólf manna hóp sem mætir Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni HM 2019 síðar í nóvember. Strákarnir okkar mæta Tékklandi ytra föstudaginn 24. nóvember og eiga svo heimaleik á móti Búlgaríu 27. nóvember. Lokakeppni HM fer fram í Kína árið 2019 en undankeppnin er nú með nýju fyrirkomulagi. Nú er leikið í undankeppni fyrir HM líkt og gert hefur verið fyrir EM undanfarin ár. Þá verður einnig leikið í landsliðsgluggum hjá körlunum en ekki yfir sumartímann og á haustin eins og áður. Ísland verður án Jón Arnórs Stefánsson, Harðar Axels Vilhjálmssonar, Elvars Arnar Friðrikssonar og Ægis Þórs Steinarssonar í leikjunum á móti Tékklandi og Búlgaríu en hinn 35 ára gamli Jakob Örn Sigurðarson snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru. Jakob hefur ekki spilað með landsliðinu síðan á EM í Berlín 2015. Jón Arnór er meiddur, Hörður Axel gefur ekki kost á sér og þeir Elvar Már og Ægir Þór spila ekki undir FIBA-reglum í Bandaríkjunum og næst efstu deild Spánar. Liðin þeirra þurfa því ekki að sleppa þeim í þetta verkefni. Kári Jónsson, leikmaður Hauka, er einnig í hópnum sem og Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls. Leikmenn á borð við Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Matthías Orra Sigurðarson hljóta ekki náð fyrir augum Pedersen að þessu sinni en þeir eru allir á 24 manna lista sem skráður var til leiks.Landsliðshópurinn: Brynjar Þór Björnsson, KR Haukur Helgi Pálsson Briem, Cholet Basket Hlynur Bæringsson, Stjarnan Jakob Örn Sigurðarson, Borås Basket Kári Jónsson, Haukar Kristófer Acox, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Martin Hermannsson, Chalon-Reims Ólafur Ólafsson, Grindavík Pavel Ermolinskij, KR Sigtryggur Arnar Björnsson, Tindastóll Tryggvi Snær Hlinason, Valencia
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira