Repúblikanar óttast komandi ósigra Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Vísir/AFP Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00