Repúblikanar óttast komandi ósigra Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Vísir/AFP Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00