Körfubolti

Pabbi Lonzo Ball getur ekki talað skotin hans ofan í körfuna | Sögulega slakt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lonzo Ball.
Lonzo Ball. Vísir/Getty
Los Angeles Lakers notaði annan valrétt sinn í NBA-nýliðavalinu síðasta sumar til að velja leikstjórnandann Lonzo Ball.

Lonzo Ball var orðinn þekktari en flestir aðrir ungir körfuboltamenn þökk sé yfirlýsingaglöðum og hrokafullum föður hans.

Það hefur hinsvegar reynst erfitt fyrir Lonzo Ball að koma boltanum í körfuna í fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni.

Lonzo Ball er reyndar með 6,8 stoðsendingar og 6,3 fráköst að meðaltali í leik sem er alls ekki slæmt en ástæðan fyrir því að hann er bara með 8,8 stig að meðaltali á 33,5 mínútum í leik er skelfileg skotnýting hans.

Nú hafa grúskarar á EliasSports fundið það út að Ball situr nú í næstneðsta sæti á listanum yfir verstu skotnýtingu í fyrstu ellefu leikjum sínum frá því að skotklukkan var tekin upp árið 1954.





Lonzo Ball hefur aðeins hitt úr 29,5 prósent skota sinna en bara 39 af 132 skotum hans hafa endaði í körfunni. Hann er aðeins með 23 prósent þriggja stiga skotnýtingu og vítanýtingin hans er auk þess aðeins 53,8 prósent.

Anthony Bennett sem var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2012, nýtti aðeins 9 af 42 skotum sínum í fyrstu ellefu leikjum sínum en það gerir aðeins skotnýtingu upp á 21,4 prósent.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×