Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2017 06:58 Kevin Spacey segist ekki muna eftir atvikinu en biðst innilegrar afsökunar. Vísir/Getty Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017 Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Sjá meira
Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, sagði í samtali við fjölmiðla ytra að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. Spacey, sem þá var 26 ára, segist í sannleika sagt ekki muna eftir þessu atviki. Ef það hafi átt sér stað hefur það verið fyrir um 30 árum síðan. „En ef ég hagaði mér eins og hann segir þá skulda ég honum innilega afsökunarbeini fyrir það sem hefur verið einstaklega ósmekkleg drukkin hegðun.“ Rapp segist hafa þorað að segja sögu sína eftir að ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein komu fram. Tugir kvenna hafa stígið fram og sakað hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun í þeirra garð. I came forward with my story, standing on the shoulders of the many courageous women and men who have been speaking out 1/3— Anthony Rapp (@albinokid) October 30, 2017 Í viðtali við BuzzFeed segir Anthony Rapp, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinni í Star Trek: Discovery, Spacey hafa lyft sér upp og borið hann að rúminu í íbúð sinni. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ segir Rapp. „Hann var að reyna að tæla mig. Ég áttaði mig á því að hann var að reyna að fá mig til að gera eitthvað kynferðislegt með sér.“ Kevin Spacey brást við þessum fregnum sínum á Twitter-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á því að Rapp hafi þurft að bera þessar tilfinningar með sér til dagsins í dag. Í tísti sínu nefnir hann einnig „sögur“ um einkalíf sitt og segist hafa verið í samböndum með konum jafnt sem körlum. Hann vilji í dag lifa lífi sínu sem samkynhneigður maður. „Mig langar að vinna úr þessu á heiðarlegan og opinn máta og það byrjar á því að ég taki atferli mitt til skoðunar.“ pic.twitter.com/X6ybi5atr5— Kevin Spacey (@KevinSpacey) October 30, 2017
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fleiri fréttir Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Sjá meira