Jafnrétti Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. október 2017 07:00 Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hallar á hlut kvenna í fimm af þeim átta þingflokkum sem komu upp úr kjörkössunum um helgina. Staða kvenna á Alþingi hefur ekki verið jafn slæm í tíu ár og það verður þeim flokkum sem skipa nýtt Alþingi Íslendinga til ævarandi skammar að leiða jafna aðkomu kynjanna að löggjafarþinginu hjá sér. Þá sérstaklega í ljósi þess að á fyrra þingi voru kynjahlutföllin svo gott sem jöfn. Það er þó ekki aðeins í hlutskipti kvenna á nýju þingi sem jafnréttismálin eru fótum troðum. Misjafnt atkvæðavægi hefur á ný meiriháttar áhrif á niðurstöður kosninga. Nægir að líta á það hvernig atkvæði skiptast á milli Framsóknarflokks og Samfylkingar. Framsóknarflokkurinn hlaut 10,7 prósent atkvæða (21.016) og átta kjördæmakjörna þingmenn á meðan Samfylking fékk 12,1 prósent (23.652) og sjö þingmenn, þar á meðal einn jöfnunarþingmann. Pólitískt jafnrétti byggir á þeim grundvallarréttindum að fólk geti gengið til kosninga og allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hver kemst til valda. Öll Norðurlöndin, utan Noregs, hafa fyrir löngu jafnað atkvæðavægi. Kjósendur í dreifbýli hafa lengi vel haft meira vægi í þingkosningum en kjósendur í þéttbýli. Um aldamót voru þessu misvægi sett ákveðin mörk þar sem vægi kjördæmis megi aldrei fara yfir tvöfalt það sem er í öðru kjördæmi. Eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgdist með alþingiskosningunum árið 2009 og 2013 og í bæði skiptin skilaði nefndin áliti þar sem ójafnt atkvæðavægi milli kjördæma var harðlega gagnrýnt. Bent var á að misvægi atkvæða milli fjölmennasta kjördæmisins (Suðvesturkjördæmis) annars vegar og fámennasta kjördæmisins (Norðvesturkjördæmis) hins vegar er 100 prósent. Viðmið Feneyjanefndarinnar um ásættanlegt viðmið er tíu til fimmtán prósent. Íslenska kjördæmakerfið leyfir tvöfaldan mun á vægi atkvæða. Augljóslega þarf að gera bragarbót í þessum efnum. Það væri mun einfaldara að gera landið allt að einu kjördæmi, í stað þess að gera breytingar á kjördæmaskipan. Þó þarf að stíga varlega til jarðar og tryggja öflug tengsl stjórnmálaflokka við kjósendur á landsbyggðinni til að tryggja að harðræði hins stóra meirihluta nái ekki fótfestu og upp blossi átök milli borgar og byggða. Þetta er mikið verk, en þó aðeins smámunir á meðan staðan er óbreytt og mismunun er fest í lög.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar