Við stoppuðum partýið Björt Ólafsdóttir skrifar 20. október 2017 07:00 Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Skömmu eftir stjórnarslitin birti greiningadeild Arion banka úttekt sem staðhæfði um meintan kostnað íslenskra hlutabréfaeigenda af stjórnarslitunum. Viðskiptablaðamenn báru sig líka aumlega fyrir hönd hlutabréfamarkaðarins og sjálfstæðismenn voru raunamæddir fyrir hönd umbjóðenda sinna sem sagðir voru hafa tapað tugum milljóna vegna ákvörðunar um stjórnarslit sem engin ástæða var talin á. Ef litið er á sömu línurit núna þar sem einungis er búið að lengja tímaásinn sést að engir peningar hafa tapast, nema kannski þá einungis þeir sem voru aðeins froða fyrir. Við þekkjum alveg svoleiðis. Engum þessara aðila datt í hug að spyrja um beinan kostnað samfélagsins alls af því að kynferðisafbrot eru ekki tækluð sem skyldi í stjórnsýslunni og að ráðamenn hafi beitt öllu sínu til að sópa umræðunni undir teppið því hún var þeim óþægileg. Í framhaldinu voru margir viðskiptamenn pirraðir á því að hlutirnir hefðu ekki bara fengið að ganga sinn vanagang. Menn sáu fyrir sér sölu ríkiseigna, Arion banka til dæmis, sem reyndar veitir ekki af innspýtingu því fjárfestingar hans í United Silicon eru bæði óarðbærar og samfélaginu vondar. Það voru ýmsir alveg að fara að græða en sáu svo hindrun í veginum sem var stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð sem sagði stopp og kveikti ljósin í partýinu. Það er ýmislegt frábært við Ísland. En sumt verðum við að laga og það ekki einhvern tímann seinna þegar við erum búin að gera allt hitt á listanum okkar. Rannsóknir sýna að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur verður fyrir kynferðislegri misnotkun hér á landi. Uppreist æru málið snerist um afbrot gegn börnum og feluleik stjórnvalda. Traust var rofið og Björt framtíð sat ekki meðvirk hjá. Þöggun og léleg afgreiðsla á kynbundnu ofbeldi í gegnum áraraðir skiptir öllu máli að uppræta í íslensku samfélagi í dag. Það er mér ráðgáta af hverju íslenskir stjórnmálamenn hafi ekki sett stjórnmálin á hliðina miklu fyrr út af því. En við í Bjartri framtíð gerðum það, og myndum gera það aftur. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar