Handbolti

Miklu erfiðara fyrir íslensku liðin að komast í Meistaradeildina í framtíðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjáum við íslensk lið einhvern tímann í Meistaradeildnini í framtíðinni?
Sjáum við íslensk lið einhvern tímann í Meistaradeildnini í framtíðinni? Vísir/Stefán
Evrópska handknattleikssambandið hefur ekki verið að vinna sér inn mörg stig hjá íslensku handboltafólki á síðustu misserum sér ber meðferð sambandsins á málum Valsmanna og FH-inga í Evrópukeppnunum.

Ekki aukast eflaust vinsældir sambandsins við nýjar fréttir um breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar í handbolta.



Frá árinu 2020 munu aðeins tólf félög komst í Meistaradeildina en 28 lið eru þar núna. Það verður því miklu erfiðara fyrir íslensk lið að komast í Meistaradeildina eftir þrjú ár.

Átta meistaralið frá átta bestu deildum Evrópu komast í Meistaradeildina og við það bætast síðan fjögur úrvalslið.

Þessum tólf liðum verður skipt niður í tvo sex liða riðla þar sem allir spila við alla og fjögur efstu liðin komast í átta liða úrslit.

Möguleiki er síðan að stækka Meistaradeildina upp í sextán lið seinna.

Um leið og Meistaradeildin verður að stað fyrir allra bestu lið álfunnar þá mun EHF setja af stað Evrópudeild.

Evrópudeildin mun innihalda fjóra sex liða riðla þar sem sextán lið komast áfram í útsláttarkeppnina.

Fyrirkomulagið í Meistaradeildinni.Mynd/ehfcl.com
Fyrirkomulagið í nýju Evrópudeildinni.Mynd/ehfcl.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×