Gráu svæðin í velferðarþjónustu – heimahjúkrun Guðjón Bragason skrifar 23. október 2017 07:00 Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun