Þarf að fara til útlanda til að læra tæknina Guðný Hrönn skrifar 23. október 2017 10:15 Ýr hannar undir merkinu Ýrúrarí og verk eftir hana má sjá á vefnum www.yrurari.com. vísir/ernir „Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“ Tíska og hönnun Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira
„Það er ein frumgerð af vélinni til í London. Það er verið að lagfæra hana töluvert fyrir fyrsta upplagið sem á að vera tilbúið snemma á næsta ári. Ég fæ einu vélina úr þessu upplagi sem fer til Íslands,“ segir textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir sem var að panta sér stafræna prjónavél frá Kniterate. Ýr ætlar því að skella sér til London á næstunni til að læra á vélina og koma með þekkinguna til Íslands. „Ég fékk styrk úr Hönnunarsjóði til að fara til London og hitta einu vélina sem er til. En stofnendur Kniterate, Gerard og Triam, báðu mig um að koma í smá samstarf þar sem ég prófa mína hönnun á vélina,“ segir Ýr sem fékk áhuga á textílhönnun og prjóni þegar hún var níu ára.„Ég hef haft áhuga á að prjóna frá því ég lærði fyrst að prjóna þegar ég var níu ára. Svo hefur sá áhugi bara magnast. Mér finnst tækni líka mjög spennandi og því sérlega gaman að blanda þeim áhugamálum saman.“ „Sérstaða Kniterate-vélarinnar er að hún er ódýr, létt og notendavæn. Þrátt fyrir það ræður hún við að prjóna jafn flóknar aðferðir og stórar, flóknar verksmiðjuvélar,“ segir Ýr þegar hún er spurð út í vélina sem hún var að festa kaup á. „Kniterate er fullkomin vél til að framleiða í litlu magni eða til að gefa hönnuðinum tækifæri á að prufa sig áfram í hönnunarferlinu áður en vara er sett í framleiðslu. Mesta snilldin við hana er svo að maður getur teiknað sniðin og myndirnar upp í Photoshop, Illustrator eða öðrum sambærilegum forritum.“ Á eftir að borga heimsendinguKniterate-vél mun kosta rúma milljón króna og svo bætist við kostnaður við að koma vélinni heim til Íslands. En þar sem Ýr er að forpanta vélina úr fyrsta upplagi fékk hún afslátt, um helmingsafslátt nánar tiltekið „Ég náði að kaupa vél úr fyrsta upplagi. Hún var á töluverðum afslætti þar sem þau hjá Kniterate voru að safna fyrir því að komast til Kína og starta þessu verkefni. Þetta er alls ekki svo dýrt miðað við hvað þessi vél ræður við. Ég á eftir að borga heimsendinguna frá Kína, það verður örugglega einhver dágóð upphæð en það kemur bara í ljós þegar að því kemur,“ segir Ýr sem er að undirbúa Karolinafund-söfnun til að fjármagna vélina. „Þá verð ég með trefla, húfur og aðra hönnun eftir mig sem ég mun gera á vélina.“ En hvað hyggst Ýr gera þegar vélin er komin til landsins? „Ég á eftir að finna mér stað fyrir vélina, ég vil helst hafa hana einhvers staðar þar sem ég get haft hinar prjónavélarnar mínar með. Á stað þar sem er auðvelt fyrir fólk að nálgast vélina svo hönnuðir, listafólk eða bara áhugasamt fólk geti komið og gert tilraunir. Draumurinn væri að ná að opna þar sem hægt er að digital-prenta, þrykkja, vefa, tufta og gera bara allt sem við kemur prótótýpugerð af nýjum efnum. Þetta er stór draumur sem er allavega að nálgast það að rætast með kaupum á þessari Kniterate vél.“
Tíska og hönnun Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Bíó og sjónvarp Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Sjá meira