Aron viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök og slapp við tveggja ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 11:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira