Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 20:02 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vera í forgangi hjá flokknum en hún muni þó aldrei standa í vegi fyrir því hugsanleg aðild verði lögð í dóm þjóðarinnar. Vísir/Hanna „Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira