Wolfgang Schäuble hefur verið gerður að forseta þýska þingsins en meirihluti þingmanna samþykktu þetta í morgun.
Valið á Schäuble, sem gegndi embætti fjármálaráðherra Þýskalands á árunum 2009 til 2017, kemur ekki á óvart.
Þetta var í fyrsta sinn sem þýska þingið kom saman frá því að þingkosningar fóru fram í landinu 24. september síðastliðinn.
Hinn 75 ára Schäuble tekur við embættinu af flokksbróður sínum, Norbert Lammert. Schäuble tók fyrst sæti á þýska þinginu árið 1972 og var leiðtogi Kristilegra demókrata á árunum 1998 til 2000.
Þingmenn á þýska þinginu eru nú 709 talsins og hafa aldrei verið fleiri.
Schäuble nýr forseti þýska þingsins
Atli Ísleifsson skrifar
