Vilhjálmur kaupir í Kviku banka Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 08:00 Stjórn Kviku stefnir að skráningu hlutabréfa bankans í Kauphöllinni fyrir árslok. Vísir/GVA Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. Vilhjálmur var áður á meðal hluthafa Virðingar en Kvika banki keypti fyrr á árinu allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins. Hlutur Vilhjálms í bankanum er í gegnum safnreikning Virðingar en hann keypti bréfin af fjárfestingafélaginu Siglu, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Sigla, sem var fyrir söluna einn stærsti hluthafi Kviku banka með 7,27 prósenta hlut, hefur losað um allan hlut sinn í bankanum. Aðrir kaupendur að bréfum félagsins voru meðal annars Lífsverk lífeyrissjóður, sem á núna 2,33 prósenta hlut í Kviku, auk annarra fjárfesta en hlutur þeirra eftir kaupin í bankanum er í öllum tilfellum undir einu prósenti. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Miðað við það er hlutur Vilhjálms í bankanum metinn á um það bil hundrað milljónir króna.Fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut.Hluthafar Virðingar samþykktu síðastliðið sumar kauptilboð Kviku í allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins fyrir 2.560 milljónir. Fjárfestingafélag Vilhjálms, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut en samkvæmt ársreikningi félagsins var sá hlutur bókfærður á 95,8 milljónir í árslok 2016. Á síðasta ári tapaði fjárfestingafélag Vilhjálms rúmlega 19 milljónum króna. Eigið fé félagsins var um 480 milljónir en Miðeind er að öllu leyti í eigu Meson Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Eignir félagsins samanstanda að mestu af verðbréfum en auk eignarhlutar í Kviku er Miðeind meðal annars hluthafi í vefmiðlinum Kjarnanum og Verne Holdings sem rekur gagnaver á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, hefur eignast 1,25 prósenta hlut í Kviku sem gerir hann að þrettánda stærsta hluthafanum í fjárfestingabankanum. Vilhjálmur var áður á meðal hluthafa Virðingar en Kvika banki keypti fyrr á árinu allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins. Hlutur Vilhjálms í bankanum er í gegnum safnreikning Virðingar en hann keypti bréfin af fjárfestingafélaginu Siglu, sem er í eigu Tómasar Kristjánssonar og hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, fyrr í þessum mánuði. Sigla, sem var fyrir söluna einn stærsti hluthafi Kviku banka með 7,27 prósenta hlut, hefur losað um allan hlut sinn í bankanum. Aðrir kaupendur að bréfum félagsins voru meðal annars Lífsverk lífeyrissjóður, sem á núna 2,33 prósenta hlut í Kviku, auk annarra fjárfesta en hlutur þeirra eftir kaupin í bankanum er í öllum tilfellum undir einu prósenti. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa bréf í Kviku að undanförnu verið að ganga kaupum og sölum á genginu 5,6 til 6,3 krónur á hlut. Sigla átti 102 milljónir hluta að nafnverði í bankanum og því má áætla að félagið hafi fengið samtals í kringum 600 milljónir króna fyrir hlut sinn í Kviku. Miðað við það er hlutur Vilhjálms í bankanum metinn á um það bil hundrað milljónir króna.Fjárfestingafélag Vilhjálms Þorsteinssonar, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut.Hluthafar Virðingar samþykktu síðastliðið sumar kauptilboð Kviku í allt hlutafé verðbréfafyrirtækisins fyrir 2.560 milljónir. Fjárfestingafélag Vilhjálms, Miðeind ehf., hafði verið einn stærsti hluthafi Virðingar með 4,11 prósenta hlut en samkvæmt ársreikningi félagsins var sá hlutur bókfærður á 95,8 milljónir í árslok 2016. Á síðasta ári tapaði fjárfestingafélag Vilhjálms rúmlega 19 milljónum króna. Eigið fé félagsins var um 480 milljónir en Miðeind er að öllu leyti í eigu Meson Holding SA sem er skráð í Lúxemborg. Eignir félagsins samanstanda að mestu af verðbréfum en auk eignarhlutar í Kviku er Miðeind meðal annars hluthafi í vefmiðlinum Kjarnanum og Verne Holdings sem rekur gagnaver á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira