Efnahagslegt sjálfstæði Björn Berg Gunnarsson skrifar 25. október 2017 07:00 Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Níutíu prósent Katalóna kjósa að yfirgefa Spán og lýsa yfir sjálfstæði landsins. Ástæður þess hafa verið ræddar í bak og fyrir en efnahagslegt forskot þjóðarinnar umfram aðra Spánverja hlýtur að hafa sitt að segja. Þau 16% Spánverja sem búa í héraðinu standa fyrir fjórðungi útflutnings landsins og fimmtungi landsframleiðslunnar. Raunar er landsframleiðsla á mann á pari við Evrópusambandið en fjórðungi yfir Spáni. Frá hruni hefur héraðið vaxið hraðar en þegar litið er á landið í heild sinni og rétt eins og hér á landi hefur ferðaþjónustan haft sitt að segja um þá þróun. Átján milljónir ferðamanna heimsóttu Katalóníu á síðasta ári og lögðu til um 15% efnahagsins. Eftir lítilsháttar samdrátt milli áranna 2008 og 2009 hafa tekjur af komu erlendra ferðamanna tæplega tvöfaldast, samanborið við 66% vöxt á Kanaríeyjum og helmingsvöxt í Madríd. Það er því mikið í húfi fyrir Spánverja og efnahag landsins í heild. Annars staðar hafa efnahagsmálin líka leikið áberandi hlutverk í umræðu um sjálfstæði. Skotar höfnuðu sjálfstæði um árið og var mikið rætt um olíuauð landsins, sem hefur auðvitað minnkað umtalsvert samhliða falli olíuverðs frá tíma atkvæðagreiðslunnar. Skotar stóðu vel samanborið við aðra Breta en skáru sig fjarri því frá samborgurum sínum líkt og Katalónar gera, nú eða Flæmingjar í Belgíu. Flæmsku- og frönskumælandi Belgíu er skipt upp í Flæmingjaland (Brussel , Antwerpen, Brugge o.fl.) í norðri og Vallóníu (Liege, Namur ofl.) í suðri. Landsframleiðslan á hvern íbúa er 40% hærri í norðurhluta landsins og sjálfstæðishreyfing er nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Loks má nefna sjálfstjórnarumræðuna á Norður-Ítalíu, þar sem flestir efnahagslegir mælikvarðar eru á allt öðrum skala en í suðurhluta landsins. Sem dæmi má taka að landsframleiðsla á mann er um tvöfalt hærri í Tórínó og Mílanó en í Napolí og Palermó. Ef efnahagslegir yfirburðir hvetja íbúa til sjálfstæðistilburða er spurning hvort við þurfum að hafa áhyggjur af Vestmannaeyingum. Samkvæmt sveitarfélagaskýrslu Íslandsbanka árið 2017 er samspil skuldahlutfalls og veltufjár sem hlutfall af tekjum með því besta sem gerist á landinu. Í gær hitti samgönguráðherra fulltrúa Eyja til að ræða möguleikann á að bærinn taki við rekstri Herjólfs. Fyrir hönd okkar uppi á landi vona ég að það sé ekki fyrsta skrefið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun