Körfubolti

Myndin sem fær stuðningsfólk 76ers til að hlakka mikið til framtíðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ben Simmons treður boltanum í körfuna.
Ben Simmons treður boltanum í körfuna. Vísir/Getty
Mörg dæmi eru um það í NBA-deildinni að risastjörnur liðanna eiga oft erfitt með að gleðjast með hvorum öðrum en það lítur ekki út fyrir að það verði vandamál hjá Philadelphia 76ers í næstu framtíð.

Philadelphia 76ers hefur verið í uppbyggingarfasa í mörg ár en fyrir vikið eru nú margir af mest spennandi leikmönnum NBA-deildarinnar komnir til liðsins.

Tveir af þeim sem mestar væntingar eru bundnar við eru leikstjórnandinn Ben Simmons og miðherjinn Joel Embiid. Þeir misstu báðir af sínu fyrsta tímabili vegna meiðsla og það er verið að passa upp á það.

Við fengum hinsvegar brot af því sem koma skal í fyrrinótt í fyrsta sigri Philadelphia 76ers á leiktíðinni. Liðið vann þá 97-86 sigur á Detroit Pistons.

Hinn 23 ára og 213 sentímetra hái miðherji Joel Embiid var þá með 30 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta á 28 mínútum.





Hinn 21 árs gamli og 208 sentímetra hái leikstjórnandi Ben Simmons var með þrennu en hann skoraði 21 stig, tók 12 fraköst og gaf 10 stoðsendingar.





Ben Simmons tróð boltanum meðal annars einu sinn glæsilega í körfuna eftir að hafa fengið góða hindrun frá Joel Embiid rétt innan þriggja stiga línunnar.

Það er myndin sem náðist af þeim félögum, þegar Ben Simmons var um það bil að fara að troða boltanum í körfuna, sem fær Philadelphia 76ers fólk til að brosa.

Menn taka þar strax eftir Simmons sem er upp við myndavélina en svo fóru menn að skoða betur bakgrunninn þar sem Joel Embiid er og horfir á liðsfélaga sinn vera við það hamra boltanum í körfuna.

Það er nefnilega svipurinn á Joel Embiid sem fær stuðningsfólk Philadelphia 76ers til að horfa enn bjartari augum til framtíðarinnar. Einstök gleði skín nefnilega frá Embiid. Hann gæti ekki verið ánægðari fyrir hönd Ben Simmons eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er öllum ljóst að ef þessir tveir munu ná vel saman þá geta frábærir hlutir gerst hjá liði Philadelphia 76ers í framtíðinni.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×