
Hvað er eiginlega í gangi?
Skylt er að árétta að Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á pólitískum óstöðugleika hér á landi og hefur tekið við keflinu í þeim efnum af Framsókn/Miðflokknum þegar forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna hneykslis sem vakti heimsathygli fyrir einu og hálfu ári síðan. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst hagsmunafélag kvótakónga sem elskar stóriðju, þótt stefnan og ásýndin sé að mörgu leyti fögur.
Leynimakk og leyndarhyggja er ótrúlegur skaðvaldur í íslenskum sjórnmálum og gæti, þegar upp er staðið, valdið verulegum efnahagslegum óstöðugleika, ekki síst í ljósi loforðaflaums stjórnmálaflokka sem nú flæðir yfir kjósendur.
Já, það er vonandi að rödd umbóta og skapandi frjálslyndis fái enn að hljóma í sölum Alþingis. Björt framtíð vill ástunda heiðarleg og vönduð stjórnmál – er samkvæm sjálfum sér og treystir sér því ekki að starfa þar sem leynimakk þykir eðlilegt og sjálfsagt, þegar almannahagsmunir eru látnir víkja fyrir hagsmunum sem þola ekki dagsljósið. Það var og er engan veginn hægt að fallast á slík vinnubrögð.
Komum hreint fram og tökum til í íslenskum stjórnmálum. Endurnýja ber stjórnarskrá Íslands á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Björt framtíð hefur sýnt það í verkum sínum á Alþingi að hún hefur haft veruleg áhrif á stjórnmál og lagt áherslu á langtímalausnir fremur en skyndilausnir.
Björt framtíð hefur þegar lagt grunnin að uppbyggingu í heilbrigðismálum landsmanna og stigið mikilvæg skref í þá átt. Má þar nefna fjarheilbrigðisþjónustu og sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni.
Náttúra Íslands felur í sér ómetanleg verðmæti og standa verður vörð um umhverfið. Björt framtíð hefur raunverulega sýnt í verki ábyrgð í umhverfismálum og stigið mikilvæg skref m.a. með stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.
Björt framtíð vill stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu og hvatningu í skapandi greinum, grænum iðnaði, hugverka- og þekkingariðnaði og aukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði gert hærra undir höfði með einfaldara regluverki, skattaumgjörð og hvötum sem efla rekstur þeirra. Þannig stuðlum við að verðmætaaukningu í þjóðfélaginu.
Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum hafa verið Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni í samstarfi við hagsmunaaðila.
Björt framtíð var eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum fyrir ári síðan. Enn og aftur kemur í ljós vandi sauðfjárbænda í boði gömlu stjórnmálaflokkanna. Æskilegt er að fleiri forsendur skapist fyrir byggð í sveitum með fjölbreyttari starfsemi en hefðbundnum landbúnaði.
Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum, en talið er af málsmetandi aðilum að íslenska krónan kosti samfélagið árlega um 100 milljarða króna þegar á heildina er litið. Vonandi er að þjóðin samþykki hagkvæman samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þar að kemur.
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari mannréttinda, umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra. Auk þess að vera eini stjórnmálaflokkurinn á Alþingi sem hafnar styrkjum frá lögaðilum og hagsmunaöflum, hefur alla tíð sýnt ábyrgð og forðast kosningaloforð, gerandi sér grein fyrir að hluti kjósenda vill ábyrga og trausta pólitík sem hefur langtímahagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Kjósendur þurfa að gera það upp við sig á kjördag hvort sérhagsmunir eða almannahagsmunir verði ofaná – hvort leyndarhyggja eða heiðarleg stjórnmál ráði för. Breytum stjórnmálum. Fyrstu skrefin hafa verið tekin.
A stendur fyrir almannahagsmuni. Hvert atkvæði telur og margir eru óákveðnir fram á kjördag. Sýnum hugrekki og kjósum eftir hjartanu – xA.
Agnar H. Johnson er verkfræðingur og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Skoðun

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar