Tíu leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis: "Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2017 20:00 Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg. Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg.
Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57
Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35
Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00