Tíu leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis: "Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2017 20:00 Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg. Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Tíu íslenskar konur hafa leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, vegna vændis á síðustu sjö mánuðum. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð segir að konur af erlendu bergi brotnar leiti sér síður aðstoðar enda séu þær hluti af vel skipulagðri glæpastarfsemi og stoppi stutt á landinu. Síðan Bjarkarhlíð var opnuð í mars á þessu ári hafa yfir 250 mál komið inn á borð til þeirra. Þar af eru tíu sem tengjast vændi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vændi. Það er gríðarlega mikið framboð á þessum síðum,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð en síðustu mánuði hafi konur leitað til Bjarkarhlíðar vegna vændis í meira mæli en mánuðina á undan. „Þetta eru íslenskar konur sem eru að leita hingað til okkar í meira magni,“ segir Ragna Björg. Fjórtán konur til stígamóta í fyrra vegna vændis og má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár. En Bjarkarhlíð er aðeins viðbót við þjónustu Stígamóta. „Þær sem hafa leitað til okkar eru flestar á góðri leið með að vinna sig frá vændi. Það er flókið að koma út úr þeirri stöðu og erfitt að finna aðra leið til að fjármagna því það þurfa allir að lifa,“ segir Ragna Björg og bætir við að hjá Bjarkarhlíð hjálpist mörg kerfi að. Til að mynda félagsþjónustan, heilbrigðiskerfið og lögreglan. „Þessar konur sem hafa viljað vera í samstarfi við lögreglu þær hafa verið tilbúnar að gefa upp nöfn,“ segir Ragna Björg og bætir við að hins vegar skorti lögreglu oft mannafla og fjármagn til að rannsaka málin til hlítar. Hún segir að það sé eftirspurnin sem geri það að verkum að framboð sé svo mikið sem stendur. „Það er allur skalinn í þjóðfélaginu sem sækir í þessa þjónustu,“ segir Ragna Björg. Í nýbirtri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi kemur fram að sprenging hafi orðið á framboði vændis hér á landi - síðasta eina og hálfa árið. Meginþorri kvenna sem auglýsa vændi eru af erlendu bergi brotnar en þær leita sér sjaldnast aðstoðar að sögn Rögnu. „Þetta er bara svo skipulagt. Þetta fer fram allt rafrænt og þær stoppa stutt. Þær eru eins og ferðamenn og þær leita sér oft ekki hjálpar nema eitthvað komi uppá,“ segir Ragna Björg.
Tengdar fréttir Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57 Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35 Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Meirihluti leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis Alls hafa 193 einstaklingar leitað til Bjarkarhlíðar á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að miðstöðin opnaði en Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis burtséð frá kyni. 4. október 2017 13:57
Mörg mál Bjarkarhlíðar endað með kæru Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur aðstoðað 103 þolendur frá því í byrjun mars þegar miðstöðin tók formlega til starfa. 25. júní 2017 22:35
Þolandi mansals leitaði í Bjarkahlíð Bjarkahlíð tók til starfa í mars á þessu ári. 26. apríl 2017 07:00