Svar við opnu bréfi frá Eddu Þórarinsdóttur Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. október 2017 18:52 Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Edda, Þakka þér fyrir bréfið og að gefa mér þar með tækifæri til að leiðrétta ýmislegt sem haldið hefur verið fram um auðlegðarskattinn. Síðast þegar hann var lagður á greiddu hann um 3% framteljenda. Ekki er rétt að hann hafi verið lagður á 7200 eldri borgara. Heildarfjöldi þeirra sem greiddu hann var um 6000 manns og meiri hluti hans var greiddur af þeim sem voru yngri en 65 ára. Til þess að vera í hópi þeirra sem greiddu skattinn þurfti hrein eign hjóna að vera yfir 120 m.kr. sem svaraði þá til að eiga skuldlaust 400 til 600 fermetra íbúðarhúsnæði. Ekki er útilokað að sjálfstætt starfandi listamenn hafi byggt upp slíka eign af tekjum sínum. Rétt er að flestir lífeyrissjóðir voru tengdir kjarasamningum stéttarfélaga en síðan 1974 hafa verið til lífeyrissjóðir sem tóku á móti iðgjöldum frá þeim sem ekki áttu skylduaðild að öðrum sjóðum, svo sem sjálfstætt starfandi fólki. Frá 1998 hefur verið skylda að greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs af launum og tekur það einnig til þeirra launa sem sjálfstætt starfandi fólki ber að reikna sér skv. ákvæðum skattalaga. Um sparnað með eignamyndun utan lífeyrissjóða eða til viðbótar við slíka sjóði gilda eðli máls samkvæmt aðrar reglur en um lífeyrissjóði. Iðgjöld til lífeyrissjóða af launum eru undanþegin skatti en greiðslur úr lífeyrissjóði eru skattskyldar. Laun sem varið er til frjáls sparnaðar hafa eða hafa átt að sæta skattlagningu en útgreiðsla af eigninni sem er sambærileg úthlutun úr lífeyrissjóð er skattfrjáls hvað höfuðstól varðar. Við andlát fellur ónotaður frjáls sparnaður til erfingja en lífeyrisréttur erfist ekki. Tekjur úr lífeyrissjóðum geta eftir atvikum skert rétt til greiðslna frá almannatryggingum sem sala eigna gerir ekki. Hér er því um afar ólíka hluti að ræða sem ekki verða bornir saman með einföldum hætti. Hugmyndir okkar nú um upptöku auðlegðarskatts felast í því að 1% skattur verði lagður á hreina eign yfir 200 milljónum króna, það er að segja eignir að frádregnum skuldum. Til að setja það í samhengi þýðir það að af hreinni eign upp á 201 milljón yrði greiddur 1% skattur af þeirri einu milljón sem er umfram 200 milljónirnar eða 10 þúsund krónur á ári. Af 210 milljóna hreinni eign yrði greiddur skattur af 10 m.kr. eða 100 þúsund krónur og svo framvegis. Skattar eru nýttir til að greiða fyrir þá þjónustu á ýmsum sviðum, sem samfélagið vill tryggja öllum borgurum. Skattar eru því það gjald sem greiða þarf fyrir að lifa í siðuðu samfélagi og það hvernig skattkerfið er byggt upp ræður því hvernig þetta endurgjald dreifist á borgarana. Markmið okkar Vinstri-grænna er að tryggja að það verði gert með sem sanngjörnustum hætti þannig að þau sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum en þau sem minnst hafa. Katrín Jakobsdóttir
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun