Útlit fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2017 16:00 Mitch McConnel og Stephen Bannon. Vísir/Getty Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Útlit er fyrir mikil átök innan Repúblikanaflokksins á næstunni eða fram að þingkosningum næsta árs. Bandamenn Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana á öldungadeild þingsins, hafa svo til gott sem lýst yfir stríði gegn Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donald Trump, ritstjóra Breitbart og leiðtoga nokkurs konar uppreisnar inna flokksins. Bannon stefnir að því að koma sem flestum þingmönnum flokksins frá og koma eigin mönnum á þing. Þetta gerist ofan á deilur og áhyggjur innan flokksins vegna aukins andófs og aukinnar gremju þingmanna með framferði Donald Trump, forseta. Nokkrir öldungadeildarþingmenn hafa gagnrýnt forsetann opinberlega.Flóttinn byrjaður Tveir þeirra, Jeff Flake og Bob Corker, hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að bjóða sig fram. Flake er einn af þeim sem Bannon vill koma frá og hann sagðist ekki tilbúinn til að fara í þá kosningabaráttu. Hann gæti ekki komið stoltur frá því, jafnvel þó hann myndi vinna. Báðir hafa nú stigið fram og gagnrýnt Trump harðlega.Repúblikanar eru með 52-48 forystu á öldungadeildinni og 240 – 194 á fulltrúadeildinni.Samkvæmt frétt Washington Post hefur Bannon farið víða um á undanförnum vikum og sankað að sér mögulegum frambjóðendum og stuðningsmönnum til að fella sitjandi þingmenn úr sessi. Auðkýfingurinn Robert Mercer hefur varið milljónum dala til stuðnings Bannon og hans fólks.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsiðStór kosningasjóður sem styður Mitch McConnell hefur þegar byrjað að berjast gegn frambjóðendum Bannon. Meðal annars hefur sjóðurinn sent frá sér niðrandi yfirlýsingar um minnst tvo frambjóðendur Bannon. Þar að auki hafa þingmenn flokksins sem eru hliðhollir McConnell farið í fjölmiðla og gagnrýna Bannon og frambjóðendur hans. Fyrrverandi starfsmannastjóri McConnel segir Bannon hafa meiri áhuga á því að fá nafn sitt í fyrirsagnir fjölmiðla en að gera gagn fyrir forsetann. Hann segir aðferðir og hegðun Bannon koma verulega niður á samstarfi Trump og þingmanna flokksins. Báðar hliðar hafa hins vegar passað sig á því að árásir þeirra á hvorn annan komi ekki niður á Trump.Óttast öfug áhrif Enn sem komið er hafa árásir Bannon-liða ekki haft mikil áhrif á stöðuna innan flokksins og þá sérstaklega á öldungadeildinni. Politico segir þá þó finna fyrir þrýstingi innan flokksins.Stuðningsmenn McConnel óttast þó að árásir á Bannon gætu haft öfugar afleiðingar og í raun ýta undir vinsældir hans. Þá óttast þeir einnig að auknar deilur innan flokksins og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálum gætu leitt hann lengra til hægri og frá almennum kjósendum. Til lengri tíma gæti flokkurinn misst forystu sína á deildum þingsins. Þó frekar á öldungadeildinni.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34 Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15 Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00 Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53 Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21 Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Ummæli starfsmannastjórans við hóp auðugra bakhjarla Repúblikanaflokksins eru talin til marks um áframhaldandi togstreitu á milli Hvíta hússins og leiðtoga flokksins í þinginu. 3. október 2017 23:34
Gjá myndast milli Trump og flokksins Donald Trump gagnrýndi leiðtoga meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings á Twitter. 9. ágúst 2017 19:45
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Trump minnir repúblikana á af hverju þeir treysta honum ekki Í kjölfar jákvæðar umfjöllunar um samkomulag forsetans við demókrata hyggst Trump gera fleiri samkomulög við andstæðinga sína. 8. september 2017 12:15
Segir skeytingarleysi Trump geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar Þingmaður sem forsetinn hefur gagnrýnt á Twitter segir Trump koma fram við embættið eins og raunveruleikaþátt. 9. október 2017 12:00
Trump valtar yfir áætlanir repúblikana Forsetinn fór fram hjá leiðtogum eigin flokks og gerði samkomulag við leiðtoga Demókrataflokksins. 7. september 2017 11:53
Trump heldur áfram að bauna á leiðtoga eigin flokks Bandaríkjaforseti spáir því að viðræður um hækkun skuldaþaksins verði klúður og kennir leiðtogum repúblikana um. 24. ágúst 2017 14:21
Vikið tvisvar úr dómarasæti en stefnir nú hraðbyr á þing Repúblikanar urðu fyrir enn einu högginu þegar Roy Moore hlaut tilnefningu flokksins til kosninga um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. 27. september 2017 12:15