
7 ráðleggingar til verðandi þingmanna
1. Sýndu auðmýkt
Gerðu þér grein fyrir því að þú ert þjónn samfélagsins en ekki herra þess. Þú ferð í raun og veru ekki með nein völd heldur aðeins umboð frá kjósendum þínum til þess að finna lausnir og greiða úr vandamálum samfélagsins, og með því, gera það betra. Stígðu bara niður af háa hestinum þínum og farðu að vinna af auðmýkt fyrir fólkið sem borgar launin þín og þú munt sjá að fólk mun meta þig og störf þín meira fyrir vikið.
2. Heiðarleiki borgar sig
Þetta gæti verið erfitt fyrir suma en hafðu það í huga að jafnvel þótt þú sért háll eins og áll og skreytir þig með fjöðrum, þá kemur óheiðarleikinn að lokum í bakið á þér. Það kostar líka allt of mikla orku og stress að fela slóðir og spinna vefi. Með heiðarleika skaparðu traust og virðingu og þannig færðu samvinnu og stuðning annarra til þess að koma málum þínum og sjónarmiðum á framfæri. Ekki skemma fyrir þér að óþörfu því það borgar sig fyrir þig og alla aðra að koma hreint fram.
3. Axlaðu ábyrgð
Það er ofsalega auðvelt að gagnrýna allt og alla og rífa niður en þú þarft að geta axlað ábyrgð á starfi þínu til þess að ná fram breytingum til hins betra. Það skilar samfélaginu engu að sitja á hliðarlínunni og eyða allri orkunni í að röfla í sífellu um allt og ekkert. Þér kann ef til vill að þykja það yfirþyrmandi að þurfa að taka afstöðu og sitja undir gagnrýni annarra fyrir störf þín en láttu það ekki ræna þig svefni og mundu að orð ein og sér eru einskis verð en gjörðir segja allt.
4. Lærðu að viðurkenna mistök
Það er mannlegt að gera mistök en það er stórmannlegt að viðurkenna þau og gangast við þeim. Þegar þú klúðrar málunum skaltu horfast í augu við það, viðurkenna mistök fortíðar og leiðrétta eins vel og þú getur. Slepptu því að fegra slæmar ákvarðanir eða reyna að kjafta þig út úr klúðrinu. Sýndu kjósendum þá virðingu að þú sjáir sannarlega eftir mistökum þínum og bættu einlæglega fyrir þau.
5. Ekki vera hræsnari
Það er fátt meira ótraustvekjandi en fólk sem segir eitt og gerir annað. Láttu það því vera að slá fram innihaldslausum loforðum sem þú ætlar þér aldrei að standa við. Ef þú þykist vera að berjast fyrir einhverju þá skaltu gera það af heilum hug og sýna það raunverulega í verki en ekki kúvenda og snúast á öndverða sveif þegar það hentar þér. Stígðu fram fyrir skjöldu og komdu hreint fram um það hvað þú raunverulega stendur fyrir. Kjósendur munu sjá í gegnum blekkingar svo slepptu því að slá ryki í augu þeirra.
6. Hugsaðu út fyrir kassann
Samfélagið er flóknara en þú heldur svo forðastu að festast í þröngum stefnum og sérhagsmunum um hvað sé það eina rétta. Það eru sjaldnast til einfaldar töfralausnir á vandamálum samfélagins og því óþarfi að takmarka sig með einstrenginslegri þröngsýni. Slepptu bara af þér beislinu og leyfðu ímyndunaraflinu að leika frjálst. Skoðaðu öll sjónarmið og leitaðu allra leiða í sambandi við aðra því þú gætir fundið raunverulegar lausnir og leiðir sem virka. Það skiptir nefnilega engu máli hvaðan góðar hugmyndir koma svo fremi sem þær verði til gagns.
7. Farðu að hlusta og vinna með öðrum
Stundum er best að tala minna og hlusta meira. Þú ert ekki alvitur svo ekki bregðast ókvæða við í hvert sinn sem einhver er ósammála þér. Það er allt í lagi þótt fólk hafi aðrar skoðanir en þú og þú hefur gott af því að hlusta á og læra að skilja og meðtaka önnur sjónarmið. Leggðu þig fram um það á hverjum degi að hlusta á ólíkar þarfir fólks. Ræddu málin af einlægni við aðra og leitaðu sameiginlegra lausna. Starfið þitt snýst nefnilega ekki um þig og þína persónu heldur samfélagið okkar allra svo vinsamlegast farðu að starfa fyrir það af fullri alvöru.
Með vinsemd og virðingu, Kjartan Þór Ragnarsson.
Höfundur er framhaldsskólakennari og í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar