Hvað ætlar þú að gera á morgun? Ég ætla að kjósa Arnbjörn Ólafsson skrifar 27. október 2017 15:44 Ég ætla að kjósa á morgun. Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað. Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það. Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu. En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum. En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum. Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur. Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar. Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu. Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn. Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli. Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.Arnbjörn Ólafsson Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa á morgun. Ég ætla að kjósa og ég ætla ekki að láta skoðanakannanir stjórna því hvar atkvæðið mitt lendir. Það er ekkert sem heitir dautt atkvæði nema þú mætir ekki á kjörstað. Ég vona að þú kjósir ekki með gömlu stjórnmálunum, gömlu stefnunum, sömu gömlu endurunnu loforðunum. Þú hefur heyrt þau áður og þú munt heyra þau áfram í framtíðinni, nema þú ákveðir að breyta því hvernig stjórnmálin eiga að fara fram. Það gerist ekkert nema þú ákveðir það. Ég vona að við endum ekki uppi með tvær stórar blokkir á sitthvorum enda stjórnmálanna, heldur reynum að tryggja að minni flokkar á miðjunni geti haft raunveruleg áhrif og miðlað málum sem rödd skynsemi, sátta og langtíma stefnu. En ég vona umfram allt að þú kjósir. Að þú takir afstöðu. Bara þannig getum við breytt hlutunum. En þegar þú kýst, þá hvet ég þig til að kjósa gegn leyndarhyggju, gegn eiginhagsmunagæslu, gegn ofbeldi, gegn innihaldslausum loforðum. Ég hvet þig til að kjósa með hjartanu, sannfæringu þinni, metnaði og trú á að það sé raunverulega hægt að breyta hvernig við högum okkur. Ég hvet þig til að kjósa fólk sem þú treystir til að framfylgja langtíma stefnu, fólk sem hefur sýnt að það meinar það sem það segir og gerir það sem það meinar. Ég hvet þig til að kjósa flokk sem er heiðarlegur í orði og verki, byggir á sönnum gildum og hugsar meira um þinn hag, en að viðhalda sjálfum sér í valdastöðu. Ég hvet þig til að hugsa til framtíðar, en ekki til fjögurra ára í senn. Fyrst og fremst hvet þig til að kjósa. Hvert atkvæði skiptir máli. Ég ætla að kjósa Bjarta framtíð því ég vil taka þátt í að breyta stjórnmálum. Ég set x við A á morgun.Arnbjörn Ólafsson Höfundur skipar annað sæti á lista Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun